Valmynd
   Facebook
Reglur Skólahreysti

 

Regla um skipan keppnisliðs

Skólahreysti er liðakeppni á milli grunnskóla.  Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk.Tveir varamenn þurfa að fylgja hverju keppnisliði, einn strákur og ein stelpa.  Ef eigi næst saman keppnislið í fámennum skólum er íþróttakennurum heimilt að sækja um undanþágu til Skólahreysti fyrir nemendur í 8. bekk.  Viðmið um fámennan skóla er að hann hafi 20 nemendur eða færri samanlagt í 9.og 10 bekk. Ef skóli brýtur þessa reglu áskilur Skólahreysti sér rétt til að vísa þeim keppendum sem ekki hafa náð keppnisaldri úr keppni.

Keppnisgreinar og keppnisfyrirkomulag

1) Upphífingar/strákar           

2) Armbeygjur/stelpur            

3) Dýfur/strákar

4) Hreystigreip/stelpur

5) Hraðaþraut/stelpur-strákar               

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Annar strákurinn spreytir sig á upphífingum og dýfum og hinn tekur hraðaþraut. Eins er með stelpurnar, önnur tekur armbeygjur og hreystigreip og hin hraðaþraut. Fjórir skólar keppa samtímis í þrautum nema hreystigreip en þar takast á fimm til átta skólar í einu. Í hraðaþraut fer stelpan fyrst af stað og þegar hún lýkur hringnum inni í bíl má strákurinn fara af stað. Samanlagður tími þeirra gildir.

Stigagjöf  

Sem dæmi fyrir fyrsta sæti í upphífingum, armbeygjum, dýfum og hreystigreip eru gefin 20 stig, annað sæti gefur 19 stig, þriðja sæti gefur 18 stig og svo koll af kolli. Fyrsta sæti fyrir hraðaþraut gefur 40 stig, annað sæti 38 stig, þriðja sæti 36 stig og svo framvegis. Sigurvegari er sá skóli sem hlýtur flest stig.

Reglur fyrir óíþróttamannslega hegðun

Gult spjald er veitt ef keppandi sýnir óíþróttamannslega hegðun og mun skólinn fá refsingu uppá eitt stig sem dregst af þeim við lok keppni. Rautt spjald er veitt ef keppandi sýnir óviðunandi hegðun og/eða óíþróttamannslega hegðun og mun sá keppandi missa keppnisréttindin sín og varamaður mun þurfa að koma í stað keppandans. Auk þess missir skólinn 2 stig við lok keppni.

 

Keppnisgreinar og reglur

Grifflur, vafningar, teygjubönd og annar búnaður er ekki leyfilegur nema vegna meiðsla og þá í samráði við dómara Skólahreysti.

Upphífingar - strákar

Keppendur eiga að snerta flipa á stöng með höku og rétta úr handleggjum.

Keppendur eiga að krossleggja fætur og mega ekki hvíla lengur en 3 sek. á milli lyfta.

Keppendur mega lyfta fótum aðeins í lyftu, lærleggir mega fara upp í 30 gráður.

Keppendur eiga að vera í sokkum, skór eru ekki leyfðir.

 

Armbeygjur - stelpur

Keppendur eiga að rétta úr höndum og fara niður í 90 gráður.

Keppendur eiga að vera með beinan líkama og mega ekki lyfta rassi/mjöðmum oftar en tvisvar.

Í þriðja skiptið sem keppandi lyftir rassi/mjöðm þarf keppandi að hætta í armbeygjum

Keppendur mega ekki hvíla lengur en 3 sek. á milli armbeygja.

Dýfur - strákar

Keppendur eiga að rétta úr höndum og fara niður í 90 gráður.

Keppendur eiga að krossleggja fætur og mega ekki hvíla lengur en 3 sek. á milli lyfta.

Keppendur mega lyfta fótum aðeins í lyftu, lærleggir mega fara upp í 30 gráður.

Keppendur eiga að vera með uppréttan búk í lyftu og horfa skal fram.

Keppendur eiga að vera í sokkum, skór eru ekki leyfðir.

Hreystigreip - stelpur

Keppendur eiga að hanga á báðum höndum með axlabreidd á milli handa.

Keppandi má hanga á einni hendi 

Handabök snúa að keppanda og hafa skal fætur beina og krosslagða.

Vafningar ekki leyfðir.

Hraðaþraut

Bíll  - stelpur/strákar

Byrja inni í lokuðum bíl.

Dekk - stelpur/strákar

Stíga þarf í 12 dekk. Fyrir hvert dekk sem keppandi stígur ekki í fær hann 3 sek. í refsingu.

Ef keppandi dettur yfir eða frammhjá dekki má stíga til baka í það dekk og þá er ekki refsing.

Stigi - stelpur/strákar

5m langur stigi með 10 rimlum. Fyrir hvern rimil sem keppandi snertir ekki fær hann

3 sek. í refsingu. Ef keppandi dettur úr stiganum þarf hann að byrja aftur á stiga.

Ef keppandi dettur úr stiga og byrjar aftur en dettur síðan aftur og heldur áfram bætast við 30 sek.

Ef keppandi dettur úr stiga og heldur áfram bætast við 60 sek.

Rör - strákar

5 m langt rör. Ef keppandi missir tak á röri þarf hann að byrja aftur á röri.

Ef keppandi dettur úr röri og byrjar aftur en dettur síðan aftur og heldur áfram bætast við 30 sek.

Ef keppandi dettur úr röri og heldur áfram bætast við 60 sek

Klifurveggur - stelpur/strákar

5m hár klifurveggur með neti. Klifra þarf upp og alla leið niður á dýnu.

Ef keppandi klifrar ekki alla leið niður á gólf bætast við 5 sek.

Ef keppandi lætur sig falla/sleppir taki í miðjum turni bætast við 15 sek.

Ef keppandi lætur sig falla/sleppir taki hátt úr turni bætast við 30 sek.

Skriðpallur - stelpur/strákar

5m langur og 45 cm hár. Skríða þarf undir og alla leið í gegn.

Sekkjaburður 

Stelpur lyfta 10kg sekk, strákar 20kg sekk.

Taka tvo sekki upp og koma þeim 5m og henda ofan í kar.

Ef sekkur liggur á brún kars bætast 3 sek. við hvern sekk.

Steinatök

Stelpur lyfta 25kg kúlu, strákar 35kg kúlu

Gúmmíkúlunum er lyft upp á 80 cm háan kassa.

Ef keppandi nær ekki að setja kúluna upp á kassann bætast við 30 sek.

Ef keppandi reynir ekki að setja kúluna upp á kassann bætast við 60 sek.

Sippuband - stelpur/strákar

Sippa þarf 10 sinnum jafnfætis.

Keppandi fær 3 sek. í refsingu fyrir hvert sipp sem hann sippar ekki.

Kaðall

Stelpur snerta merki í 4m hæð, strákar snerta merki í 6m hæð.

Ef keppandi kemst ekki upp kaðalinn fær hann 60 sek í refsingu en ef hann nær í merki sem er í 3 m hæð minnkar refsingin niður í 30 sekúndur. Frjáls aðferð niður eftir 4m merki. Ef strákar sleppa kaðli fyrir ofan 4m merki bætast við 5 sek í refsingu.

Bíll  - stelpur/strákar

Hlaupa inn í bíl og loka bílhurð.


 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook