
Um Hreystivöll
Aldurstakmark
á Hreystivöllinn er 8 ára.
Yngri börn
þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Þrautirnar
reyna á allan líkamann. Svo og
styrk – úthald – samhæfni – jafnvægi og hugrekki.
Völlurinn
er uppbyggður á þann hátt að tveir
notendur geta farið í gegnum þrautirnar í einu.
Þar sem
Skólahreysti er sýnt í sjónvarpi sjá börn og unglingar hvernig best er að leysa
þrautirnar.
Þá byggist upp meiri áhugi hjá þeim að fara út og reyna með sér á
Hreystivellinum og jafnvel æfa sig fyrir Skólahreysti.
Eins geta
fullorðnir farið í gegnum þrautirnar og sýnt þeim yngri gott fordæmi.
Þar sem
Hreystivellir eru, hafa íþróttakennarar nýtt þá í útiíþróttatíma og hefur það
gefist vel.
Röð þrauta
og reglur eru sýnd á skiltum á myndrænan hátt .
Hreystivöllur
hentar einnig vel sem alhliða leikvöllur.
Hreystivöllur uppfyllir allar
grunnkröfur um öryggi leikvalla og leikvallatækja skv. kröfum
EN 1176 – Leikvallatæki, EN
15312:2007 – Íþróttatæki á opnu svæði og 1177 um undirlag.
BSI á Íslandi sem er faggildur
aðili fyrir leikvelli og leiktæki vottar Hreystivellina.