Valmynd
Skólareysti MS 2010
                                                                                                                                                                             

































Nú fer skólahreystifjörið að byrja              Skólahreysti MS 2010     

RÚV verður með okkur eins og í fyrra en þó með öðru sniði.  Búnir verða til fjórir 45 mínútna þættir og verða þeir sýndir á fimmtudagskvöldum kl.20:10 strax á eftir Kastljósi.     Fyrsti þáttur verður líklegst á dagskrá fimmtudaginn 01.apríl. Og svo koma þættirnir þá koll af kolli fimmtudagana þar á eftir og endum við á beinni útsendingu í úrslitum 29.apríl. 
 
Þættirnir verða með töluvert breyttu sniði frá því í fyrra að því leyti að ekki verður lögð eins mikil áhersla á keppnina sjálfa og sýna frá öllum keppendum heldur verður farið vítt og breitt um keppnirnar, viðtölum fjölgað, skólar og keppendur heimsóttir og hinir og þessir skemmtilegu vinklar skoðaðir. 
 
Úrslitin verða með óbreyttu sniði.  Tveggja tíma bein útsending úr Laugardalshöll.
 
Saga Film sér um framleiðslu þáttanna eins og undanfarin ár og kallinn í brúnni þar er Jón Haukur Jensson. 
 
Jónsi mun verða með okkur eins og í fyrra og mun hann skemmta og trylla áhorfendur og stuðningsmenn eins og honum er EINUM lagið. 
 
Tveir flottir umsjónarmenn verða frá RÚV í viðtölum. 
 
´Rás 2 ætlar að vera útvarp Skólahreysti með góðri umfjöllun um keppnirnar. 
 
Það gleður okkur mjög að Morgunblaðið er komið í samstarf við Skólahreysti og munu þeir fylgja okkur eftir á öllum mótum, taka myndir og skrifa greinar  um hvert mót fyrir sig. 

Morgunblaðið  ætlar einnig  að gefa út 24 blaðsíðna Skólahreysti  MS blað sem mun fylgja  Morgunblaðinu næst komandi miðvikudag 24.febrúar.  Þar er Skólahreystinni gerð góð skil og farið vítt og breytt um þætti heilsu, næringar,hreyfingar og alls þess sem snýr að börnum og unglingum er varðar  heilbrigt líferni.    

MBL.is  mun verða með sérstakan skólahreystivef. Þar verður fjöldi flottra mynda, viðtöl við keppendur og allt sem að keppninni snýr.  

Sú nýjung verður að Skólahreysti og MBL verður með ljósmynda og stuttmyndasamkeppni sem við munum útlista betur síðar.
 
Minnum enn á nafnaskráningar keppenda, síðasta lagi tveimur vikum fyrir mót. 
 
Setjum inn nýja frétt á morgun með nöfnum allra skóla sem eru að fara að keppa fimmtudaginn 24.febrúar í Austurbergi.  Mætingu og allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir mótið.
 
Einnig endilega að hringja í okkur eða senda mail ef eh spurningar eru.
 
kveðjur,   Andrés gsm 663-1111 -  Lára gsm 663-1112  - skolahreysti@skolahreysti.is
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook