Valmynd
Skólahreysti 2010 komið af stað


Fyrstu þrír riðlarnir af tíu í Skólahreysti MS fóru fram í Íþróttahúsinu Austurbergi í gær 25.febrúar. 
 
Einn skóli kemst áfram úr hverjum riðli til úrslita sem verða 29.apríl í Laugardalshöll

Í fyrsta riðli voru skólar af Suðurlandi. Færð var erfið  og komust allir skólar á keppnisstað að undanskildum tveimur, Gr.í Vestmannaeyjum og Kirkjubæjarskóli.  
 
Það var Gr.Hellu sem sigraði riðilinn með 40.5 stigum. Gr.Bláskógarbyggðar varð í öðru sæti með 35 stig og í þriðja sæti varð Hvolsskóli me 33,5 stig. 
 
Í öðrum riðli voru skólar úr Breiðholti, Árbæ,Grafarvogi,Grafarholti og Norðlingaholti. 
 
Það var Ölduselsskóli sem náði efsta sæti þar með 83 stig. Rimaskóli annað sæti með 77,5 stig og Árbæjarskóli varð í þriðja sæti með 77 stig.
 
Í þriðja riðli voru skólar í Vesturbæ og Austurbæ að  takast á. 
 
Það varð Austurbæjarskóli sem sigraði með hálfu stigi á Valhúsaskóla.  Austurbæjarskóli náði 49,5 og Valhúsaskóli í öðru sæti með  49 stig.  Í þriðja sæti var Laugalækjarskóli með 44 stig. 
 
Allir árangrar komnir inn í úrslit hér að neðan. 
 
Vekjum athygli á Mbl.is.  Þar er Skólahreysti MS  gerð  góð skil.  MBL verður þar með sérstakan skólahreystivef og  þar er  hægt að skoða úrslit og fréttir  Einnig er komin af stað Vídeósamkeppni, endilega kíkið á það !
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook