Valmynd
Austurland úrslit



Egilsstaðaskóli sigurvegari  Austurlandsriðils
 

Fjórði riðill í Skólahreysti MS fór fram í Íþróttahúsinu Tjarnarbraut á Egilsstöðum í gær.  Unglingar frá ellefu skólum komu til keppni og voru skólarnir eftirtaldir : Gr.í Breiðdalshreppi, Fellaskóli, Gr.Reyðarfjarðar, Gr.Djúpavogs, Gr.Fáskrúðsfjarðar,Egilsstaðaskóli, Nesskóli, Gr.á Stöðvarfirði, Gr.á Eskifirði, Gr.Hornafjarðar og Vopnafjarðarskóli. 
 
Íþróttahúsið troðfylltist af frábærum stuðningsmönnum sem héldu uppi með aðstoð Jónsa snillings, stanslausu fjöri og frábærri stemningu alla keppnina og mátti sjá  spennu og eftirvæntingu í andlitum allra. 
 
Egilsstaðaskóli náði fyrsta sæti með 59 stigum og þar með þátttökurétti  í úrslitum 29.apríl í Laugardalshöll.   Krakkarnir í liði Egilsstaðaskóla  eru þau : Stefán Bragi Birgisson, Erla Gunnlaugsdóttir, Jóhanna K. Sigurþórsdóttir og Hafsteinn Gunnlaugsson. 
 
 Rétt á eftir og í öðru sæti varð lið  Vopnafjarðarskóla  með 49 stig og í þriðja sæti endaði Gr.Breiðdalshrepps með 44,5 stig.  
 
  Þessi þrjú efstu  lið fengu ostakörfurnar góðu frá MS sem er orðin fastur liður í þessari keppni.  Að komast á pall og næla sér í ostakörfu er góður árangur en að mæta til móts og taka þátt er stærsti sigurinn,  keppa við sjálfan sig og setja  sér sín eigin markmið. 
 
 Upphífingar sigraði Stefán Bragi í Egilsstaðaskóla og tók hann 33 stk. Armbeygjur sigraði Anna Mekkín Reynisdóttir úr Gr.Hornafjarðar, tók hún 45 stk. Dýfur sigraði Fannar Bjarki Pétursson úr Gr.Fáskrúðsfjarðar, hann tók 40 dýfur.  Lengstan tíma í hreystigreip náði  Rannveig Steinbjörg Róbertsdóttir úr Gr.Breiðdalshrepps og var hennar tími 03:26 mín. 
 
Fyrir hraðaþraut og eftir fjórar greinar  var heildarstaðan í mótinu þannig að í fyrsta sæti var Egilsstaðaskóli með 39 stig , öðru sæti var Gr.Fáskrúðsfjarðar með 32,5 stig og í þriðja sæti var Vopnafjarðarskóli með 31 stig .  Hraðaþrautin gildir 50% og því skiptir hraði í tímaþraut miklu máli til að halda sínum skóla í topp þremur.  Rétt á eftir í fjórða sæti var Gr.Breiðdalshrepps.   
 
Hraðaþrautina sigraði Gr.Hornafjarðar þau Karen Björg Halldórsdóttir og Gunnar Örn Olgeirsson á frábærum tíma eða 02:21 mínútu.  Egilsstaðaskóli náði þar öðru sæti og Vopnafjarðarskóli þriðja sæti.  Gr.Fáskrúðsfjarðar endaði í 7 sæti í hraðaþrautinni og náði því ekki að halda sér í topp þremur og Gr.Breiðdalshrepps náði þar með þriðja sætinu eftir ótrúlega spennandi og skemmtilega keppni þar sem ómögulegt er að sjá fyrir úrslitin fyrr en á síðustu sekúntu. 
 
Svo endanlega staða eins og áður sagði  þá var Egilsstaðaskóli í fyrsta sæti, Vopnafjarðarskóli í öðru sæti og Gr.Breiðdalshrepps í því þriðja. 
 
Riðillinn í heild sinni var að bæta árangur í öllum greinum frá fyrra ári.  Egilsstaðaskóli og Gr.Breiðdalshrepps voru óneitanlega hástökkvarar mótsins.  Alveg ljóst að skólar Austurlands hafa lagt mikla vinnu á sig við æfingar í vetur.   

Nánari úrslit og árangra má sjá hér á síðunni undir "úrslit"

Forsvarsmenn Skólahreysti vilja þakka íþróttakennurum á Austurlandi skemmtilegt samstarf í gær og öllum heimamönnum Egilsstaða. 
 
Fimmti og sjötti riðill í Skólahreysti MS 2010 verður næst komandi fimmtudag 11.mars í Íþróttahöllinni á Akureyri.   Hlökkum til að sjá og hitta Norðlendinga og Akureyringa.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook