Valmynd
Akureyri úrslit

Fimmti og sjötti riðill í Skólahreysti MS fóru fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær 11.mars.  Fyrri riðill voru skólar af Norðurlandi utan Akureyrar og seinni riðill voru skólar frá Akureyri,Þelamörk,Hrafnagili og Húsavík.  
 
Íþróttahöllin  var þétt setin í fyrri riðli og rafmögnuð stemning og  í seinni riðli troðfull út úr dyrum.  Það var setið og staðið alls staðar og spennan og stuðið í húsinu  ólýsanleg  enda Jónsi sem stjórnar fjörinu  engum líkur.
 
Eftir gríðarlega jafna og spennandi baráttu í Norðurlandsriðli  sigraði lið Dalvíkurskóla  með 48 stigum.
 Þetta voru þau Hilmar Daníelsson og Anna Kristín Friðriksdóttir sem tóku upphífingar,dýfur armbeygjur og hreystigreip.  Svo voru það Stefanía Aradóttir og Jón Bjarni Hjaltason sem tóku hraðaþrautina.  
 
Annað sæti hreppti lið Varmahlíðarskóla. Þau  Þóra Kristín Þórarinsdóttir og Jón Helgi Sigurgeirsson sigruðu hraðaþrautin á glæsilegum tíma eða 02:37 mín.  Þau náðu í  47 stig og aðeins einu stigi frá sigursæti. 
 
Grunnskóli Siglufjarðar lenti í þriðja sæti með 44 stig.   Guðrún Ósk Gestsdóttir sigraði armbeyjur, tók 58 stk og Hilmar Símonarson sigraði bæði upphífingar og dýfur. Tók 32 upphífingar og 40 dýfur.  Frábær árangur hjá þeim báðum.   
 
4.sæti Árskóli með 39,5 stig. Í fimmta sæti Gr.Siglufjarðar með 35.5 stig.  Reykjahlíðarskóli með 35 stig. 7.sæti Grenivíkurskóli með 25,5 stig. 8.sæti Gr.Hofsósi með 22 stig. 9.sæti Gr.á Blönduósi með 17 stig og 10.sæti Húnavallaskóli með 16,5 stig.
 
Í seinni riðli  hafði Giljaskóli titil að verja frá fyrra ári.  Þeir náðu sigri eftir mikla baráttu og hlutu 42 stig. Þetta eru þau Sigfús Elvar Vatnsdal,Snjólaug Heimisdóttir, Álfhildur Rögn Gunnarsdóttir og Númi Kárason.   Lið þeirra var sterkt í gegnum alla keppnina. Sigfús sigraði dýfur, tók 38 stk. 
 
Síðuskóli hafnaði í öðru sæti með 38,5 stig.  Þau Páll Hólm Sigurðsson, Auður Kristín Pétursdóttir, Helena Rut Pétursdóttir og Arnór Orri Þorsteinsson unnu vel saman.  Auður Kristín sigraði hreystigreip og hékk í heilar fjórar mínútur og níu sekúntur sem er frábær tími.  Bara örfáar stúlkur sem hafa komist yfir fjórar mínútur á landinu frá upphafi Skólahreysti.  Helena Rut og Arnór Orri sigruðu hraðaþrautina á tímanum 02:34 mín. 
 
Það voru tveir skólar sem enduðu í 3. - 4. sæti og með 34 stig.  Í liði Lundarskóla voru flott saman í liði þau Bjarni Geir Sigurbjörnsson, Freydís Björk Kjartansdóttir, Matthildur Rún Káradóttir og Andrés Helgi Björnsson.
 
Í liði Brekkuskóla voru þau Júlíus Karl Svavarsson, Lára Einarsdóttir, Alda Ólína Arnardóttir og Daníel Matthíasson.

Alla árangra og úrslit er að finna hérna á síðunni undir "úrslit"

Nú eru sex eftirtaldi skólar komnir í úrslit : Gr.Hellu, Ölduselsskóli, Austurbæjarskóli, Egilsstaðaskóli, Dalvíkurskóli og Giljaskóli.
 
Síðustu  fjórir riðlarnir verða í Smáranum í Kópavogi næsta fimmtudag 18.mars.  Þá koma skólar af Vestfjörðum, Vesturlandi,Kópavogi,Mosfellsbæ,Kjalarnesi,Garðabæ, Hafnarfirði og Suðurnesjum.   Einnig fá tveir skólar úr Suðurlandsriðli að koma inn í Kópavogsriðilinn þar sem þeir komust ekki til keppni í sínum riðli sökum veðurs.  Stig þeirra verða uppreiknuð inn í Suðurlandsriðilinn og þá mun staðan í honum breytast og spurningin um hvort þeir taki sigursætið af Gr. á Hellu. 
 
Einnig kemur þá í ljós hvaða tveir uppbótaskólar komast áfram í úrslit.   Það eru þeir skólar sem eru með bestan árangur og í 2.sæti. 
 
Spennan verður því rafmögnuð næsta fimmtudag og hvetjum við alla til að koma í Smárann og fylgjast með frábærum skólahreystidegi frá kl.13:00 og fram til kvölds eða til kl.21:00, þá lýkur síðasta riðli í undankeppnum Skólahreysti MS 2010. 
 
Sjáumst í hreystistuði eins og alltaf ....Lára og Andrés
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook