Valmynd
Smárinn Kópavogur, síðustu riðlarnir


Fjórir síðustu  riðlarnir  í Skólahreysti verða í Smáranum í Kópavogi næsta fimmtudag 18.mars.  
 
Tveir riðlar eru keyrðir saman í einum, það er Vesturland og Vestfirðir.    
 
  Tveir skólar úr Suðurlandsriðli mæta  inn í Kópavogsriðilinn þar sem þeir urðu veðurtepptir daginn sem Suðurlandsriðill var að keppa.  Það var Gr.Hellu sem lenti í fyrsta sæti í Suðurlandsriðlinum og nú verður spennandi að sjá hvort annar hvor skólanna nær titlinum af Hellu.  Getur orðið erfitt þar sem árangur Gr.á Hellu er mjög góður. 
 
Einnig kemur í ljós á fimmtudaginn hvaða tveir uppbótarskólar komast áfram í úrslitin 29.apríl í Laugardalshöll.  Þeir tveir skólar sem lent hafa í öðru sæti í riðlunum og eru með bestan árangur munu komast í úrslit. 
 
Ölduselsskóli, Austurbæjarskóli, Egilsstaðaskóli, Dalvíkurskóli og Giljaskóli eru komnir í úrslit. 




Mæting í riðla og litir skóla !
 
7. - 8. riðill -  Vesturland/Vestfirðir
Kl.12:00 Mæting keppnisliða, áhorfendur velkomnir á sama tíma.  Lið geta æft í þrautum og braut.
Kl. 12:15 Innritun hjá Láru,keppendur fá boli og vesti - muna að skila vestum eftir keppni ! Varamenn fá einnig boli !
Kl. 12:30 Pétur dómari fer í gegnum þrautir og braut með keppnisliði.
Kl.13:00 Mót hefst með öflugum stuðningi stuðningsmanna og áhorfenda
Kl. 14:50 Mótslok

Litir
grænn               Auðarskóli
ljósgrænn        Brekkubæjarskóli
bleikur              Grundaskóli
 Svartur             Grunnskóli Bolungarvíkur
dökkblár           Grunnskóli Grundarfjarðar
ljósblár             Grunnskóli Húnaþings vestra
orange             Grunnskóli Snæfellsbæjar
blár                   Grunnskóli Vesturbyggðar
ljósbleikur       Grunnskólinn á Ísafirði
fjólublár           Grunnskólinn á Þingeyri
dökkbrúnn       Grunnskólinn í Borgarnesi
gulur                 Heiðarskóli
silfur                 Laugargerðisskóli
brúnn                Reykhólaskóli
rauður               Varmalandsskóli

9.riðill - Kópavogur,Mosf.bær,Garðab.Kjalarnes,Álftanes
Kl.15:00 Mæting keppnisliða, áhorfendur velkomnir á sama tíma. Keppendur geta æft þrautir og braut !
Kl. 15:15 Innritun hjá Láru,keppendur fá boli og vesti - muna að skila vestum eftir keppni ! Varamenn fá einnig boli !
Kl. 15:30 Pétur dómari fer í gegnum þrautir og braut með keppnisliði.
Kl.16:00 Mót hefst með öflugum stuðningi stuðningsmanna og áhorfenda
Kl. 17::50 Mótslok
Litir :
ljósbleikur       Álftanesskóli 
 ljós grænn      Digranesskóli
blár                   Garðaskóli
dökkbleik         Hörðuvallaskóli
ljósblár           Kársnesskóli 
 svartur              Kirkjubæjarklaustur
bleikur             Klébergsskóli
gulur                Kópavogsskóli
brúnn               Lágafellsskóli
dökkblár          Lindaskóli
silfur                Smáraskóli
fjólublár           Snælandsskóli
grænn             Varmárskóli
rauður            Vatnsendaskóli
dökkbrúnn     Vestmannaeyjar

10. riðill - Hafnarfjörður/Suðurnes

Kl.18:00 Mæting keppnisliða, áhorfendur velkomnir á sama tíma.
Kl. 18:15 Innritun hjá Láru,keppendur fá boli og vesti - muna að skila vestum eftir keppni ! Varamenn fá einnig boli !
Kl. 18:30 Pétur dómari fer í gegnum þrautir og braut með keppnisliði.
Kl.19:00 Mót hefst með öflugum stuðningi stuðningsmanna og áhorfenda
Kl. 20:50 Mótslok

Litir :

gulur              Akurskóli
ljósgrænn     Áslandsskóli
brúnn             Gerðaskóli
 svartur          Grunnskóli   Grindavíkur 
 blár              Heiðarskóli 
 grænn         Holtaskóli
dökkblár      Hraunvallarskóli
bleikur         Hvaleyrarskóli
ljósbleikur   Lækjarskóli
orange        Myllubakkaskóli
silfur           Njarðvíkurskóli
ljósblár      Setbergsskóli
fjólublár      Stóru-Vogaskóli
dökkbrúnn  Víðistaðaskóli
rauður         Öldutúnsskóli
 
 Allt með sama sniði og verið hefur. Skyrdrykkir fyrir keppendur og íþróttakennar eins og hver getur í sig látið. Það er veitingasala í Smáranum svo þar er hægt að kaupa sér í svanginn.

Vekjum þó athygli á að þrautir og keppnisbraut verður tilbúin kl.11:00 og þá er keppnisliðum velkomið að koma og æfa sig. Fyrsti riðill hefst kl.13:00 og því hægt að æfa sig til kl.12:30

Allir keppendur fá medalíur og efstu þrjú liðin fá ostakörfur frá MS.

Það er mælst til þess að keppendur mæti í svörtum buxum en ekki skylda.

Við munum passa upp á að öll stuðningsmannalið fái pláss í stúku og geti setið saman.

Jónsi verður kynnir á gólfi, Ásgeir Erlendsson og Felix Bergsson eru umsjónarmenn hjá RÚV og fá að spyrja krakkana um eh skemmtilegt !

Þættirnir verða fjórir og verða sýndir á RÚV á fimmtudögum í apríl. Fyrsti þáttur verður sýndur 01.apríl og svo koll af kolli og endar svo með beinni útsendingu 29.apríl í úrslitum.

Viljum minna keppendur og kennara á að fara vel yfir þrautir og reglur á skolahreysti.is. Auðveldur undirbúningur, en getur verið mjög mikilvægur.


Sjáumst hress og hraust :)
 
Lára gsm 663-1112
Andrés gsm 663-1111


 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook