
Úrslit úr Íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum 18.mars - Skólahreysti MS 2010
4 þættir á Rúv á þriðjudögum í apríl
30.mars : Breiðholt,Árbær,Grafarvogur,Grafarholt,Norðlingaholt og svo Austurbær/Vesturbær
06.apríl : Suðurland og Austurland
13.apríl : Norðurland og Akureyri
20.apríl : Kópavogur,Mosf.bær, Garðabær,Álftanes,Kjalarnes og svo Hafnarfjörður og Suðurnes.
Það eru Lágfellsskóli með 50 stig og Lækjarskóli með 42.5 stig sem komast sem uppbótarskólar inn í úrslit. Allir skólar í 2.sæti eru settir inn í nýja stigatöflu og þannig eru úrslit fengin í uppbótarskólum.
.
7. riðill - Vestfirðir :
1. sæti Gr.Ísafjarðar 23 stig
2.sæti Gr.Bolungarvíkur 13.5 stig
3. sæti Gr.Þingeyrar 13 stig.
8.riðill - Vesturland
1.sæti Varmalandsskóli 49,5 stig
2. sæti Brekkubæjarskóli 47,5 stig
3. sæti Gr.Borgarness 43,5 stig
9.riðill - Kópavogur,Mosf.bær, Kléberg, Álftanes,Garðabær
1.sæti Lindaskóli 80 stig
2.sæti Lágafelsskóli 66,5 stig
3.sæti Álftanes 57.5 stig
10.riðill - Hafnarfjörður og Suðurnes
1.sæti Heiðarskóli 70.5 stig
2.sæti Lækjarskóli 67 stig
3.sæti Öldutúnsskóli 67 stig
Lækjarskóli hlaut 2.sæti þar sem hann sigraði fleiri greinar en Öldutúnsskóli. Öldutúnsskóli hlýtur því 3.sæti. En eru þó jafnir að stigum.
Hefur ekki gerst áður en í 10.riðli urðu þrír skólar efstir með sama tíma í hraðaþraut, Holtaskóli, Lækjarskóli og Heiðarskóli og fóru liðin hraðaþrautina á glæsilegum tíma eða 02.23 mínútur. Gríðarlegar framfarir í riðlinum eins og í öðrum riðlum.
Tvö óvænt íslandsmet féllu í Smáranum í níunda riðli. Sigurlaug Sigurðardóttir úr Vogaskóla hefur átt íslandsmetið í hreystigreip síðan 2006 og engin komist nálægt því að slá það út. Birta Jónsdóttir úr Varmárskóla gerði sér lítið fyrir og sló það hressilega út og hékk í hvorki meira né minna en 06.28 mín. Þetta er flott afrek. Meðaltími í hreystigreip er innan við þrjár mínútur.
Valgarð Reinardsson úr Lindaskóla einnig í níunda riðli sló út íslandsmet Pálma Rafns Steindórssonar úr Foldaskóla í dýfum sem var 67 stk. Valgarð tók 79 stk. sem er magnaður árangur. Sindri Snær Svanbergsson úr Snælandsskóla náði einnig að slá út gamla metið og tók 77 stk en komst þó ekki uppfyrir nýslegið íslandsmet Valgarðs.
Í úrslit fara þá : Gr.Hellu, Ölduselsskóli, Austurbæjarskóli, Egilsstaðaskóli, Dalvíkurskóli, Giljaskóli, Gr.Ísafjarðar, Varmalandsskóli, Lindaskóli og Heiðarskóli/Reykjanesbæ. Og uppbótarskólarnir eru Lágafellsskóli og Lækjarskóli.
Nú verður gaman að fara að fylgjast með Skólahreysti á RÚV. Fyrsti þáttur verður 30.mars, þriðjudagskvöld kl.20:00. Skólahreysti verður á Rúv alla þriðjudaga í apríl og endar þáttaröðin svo á beinni útsendingu 29.apríl frá úrslitum.
Á myndinni hér að ofan sjáum við einstakt stuðningsmannalið Lindaskóla mæta á svæðið í Smárann í gær. Það virkaði augljóslega mjög vel - Lindaskóli sigraði sinn riðil.