Valmynd
Úrslit Skólahreysti 2010

 
 
Úrslit í Skólahreysti MS 2010 í beinni útsendingu á RÚV   næsta fimmtudag 29.apríl kl.20:00 - 21:50  í Laugardalshöll - frítt inn - allir velkomnir.   
 
Úrslitamótið er með alveg sama sniði og undankeppnirnar. Allt gengur eins fyrir sig og mótið tekur jafn langan tíma. Byrjum mótið kl.20:00 og er það að klárast kl.21:50.

Mæting í Laugardalshöll fyrir keppendur er kl.18:00 –  þá fá keppendur vesti og mega æfa sig í braut. Þurfum að biðja keppendur að koma með sína skólahreystiboli sem þeir fengu í undankeppnunum.  

Mæting fyrir áhorfendur er kl.19:00. Stúkunni verður skipt niður fyrir skólana og dregið um svæði.

Öllum skólum er velkomið að koma og horfa á og því fleiri því betra en þeir skólar þurfa að vera í efri stúku. Stuðningsmannaliðin þurfa neðri stúkuna.

Það verður Hleðsla í kælum til að drekka fyrir keppendur og íþróttakennara sem vilja.

Skólarnir sem keppa til úrslita eru eftirtaldir og hafa þessa liti :

Austurbæjarskóli - svartur
Dalvíkurskóli - appelsínugulur
Egilsstaðaskóli - silfur
Giljaskóli - bleikur
Gr.Hellu - grænn
Gr. á Ísafirði - ljósgrænn
Heiðarskóli - fjólublár
Lágafellsskóli - rauður
Lindaskóli - ljósblár
Lækjarskóli - blár
Varmalandsskóli - dökkrauður
Ölduselsskóli - gulur

Felix Bergsson verður á gólfi og tekur viðtöl, Ásgeir Erlendsson  og Magnús Scheving verða sjónvarpsþulir í setti.  Jónsi verður húskynnir eins og verið hefur.    Það verður virkilega gaman að fá Magnús Scheving  með okkur í Skólahreysti.  
 
Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir  mun afhenda verðlaun ásamt forstjóra Mjólkursamsölunnar Einari Sigurðssyni.  
 
Sigurliðið fær fjögur reiðhjól úr Markinu  frá Mjólkursamsölunni.  Fyrstu þrjú sætin fá peningaverðlaun frá MS sem rennur til nemendafélaga skólanna.  1.sæti fær 200.000 þúsund kr.  2.sætið fær 100.000 þúsund kr. og 3.sætið fær 50.000 þúsund kr.   Þrjú efstu liðin fá eignarbikara.
 
Svo nú er bara að mæta og styðja sinn skóla og sitt bæjarfélag - allir velkomnir !
 
Lára gsm 663-1111
Andrés gsm 663-1112

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook