Valmynd
Regla varðandi þátttöku 8. bekkjar í Skólahreysti.

 Nú er undirbúningur kominn af stað fyrir Skólahreysti 2011.

Ef það eru breytingar varðandi íþróttakennara sem sjá um Skólahreysti eða nýir tengiliðir þá vinsamlegast sendið okkur ný nöfn og netföng viðkomandi.
Einnig þurfum við að fá staðfestingu á þátttöku skóla sem fyrst og í síðasta lagi 1.október.
Þegar þið sendið staðfestingu um þátttöku sendið okkur þá netpóst á skolahreysti@skolahreysti.is  – nafn skóla, nafn íþróttakennara og gsm. Skólahreysti 2011 verður með sama sniði og verið hefur og koma nákvæmar tímasetningar á næstu vikum.
Talsvert hefur borið á óánægju í skólum vegna þátttöku nemenda úr 8.bekk sem í upphafi var hugsuð fyrir fámenna skóla sem ekki næðu saman liði úr 9.og 10. Bekk. Því þurfum við að skerpa á reglunni og gera hana skýra. Er hún eftirfarandi : Regla um skipan keppnisliðs : Skólahreysti er liðakeppni á milli grunnskóla landsins. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk.Tveir varamenn þurfa að fylgja hverju keppnisliði, einn strákur og ein stelpa
Ef eigi næst saman keppnislið í fámennum skólum er íþróttakennurum heimilt að sækja um undanþágu til mótshaldara á skolahreysti@skolahreysti.is fyrir nemendur í 8. bekk. Viðmið um fámennan skóla er að hann hafi 20 nemendur eða færri samanlagt í 9.og 10 bekk.

Ef skóli brýtur þessa reglu áskilur Skólahreysti sér rétt til að vísa þeim keppendum sem ekki hafa náð keppnisaldri úr keppni.

Skóli þarf að staðfesta þátttöku fyrir 1. október fyrir hvert keppnistímabil á skolahreysti(hja)skolahreysti.is : nafn skóla,nafn íþróttakennara og gsm

Nafnaskráning keppenda fer fram á skolahreysti.is undir “nafnaskráning” og þarf hún að berast eigi síðar en 2 vikum fyrir keppni.


Allar reglur er svo að sjá inni á Skólahreysti.is Endilega hafið samband við okkur ef ykkur vantar upplýsingar eða spurningar vakna. Hlökkum til að sjá ykkur öll í vetur og við efumst ekki um að þetta verður skemmtilegt skólahreystiár með okkar góðu samvinnu eins og verið hefur undanfarin ár. Þakkir og góðar kveðjur, Andrés Guðmundsson gsm 663-1111 Lára Berglind Helgadóttir gsm 6631112

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook