Valmynd
Skráning í Skólahreysti
 
Nú fer Skólahreysti 2008 óðum að nálgast.
 
Skólar þurfa að tilkynna þátttöku sína með því að íþróttakennari viðkomandi skóla sendir  bréf á skolahreysti@skolahreysti.is
 
Nafnaskráning liðs þarf svo að berast í síðasta lagi tveimur vikum fyrir mót á skráningarforminu á skolhreysti.is. 
 
Á næstu dögum kemur inn áætluð riðlaskipting   Við byrjum í Austurbergi 17.janúar á Reykjavíkurskólunum.  Síðan verðum við hálfum mánuði seinna,  31.janúar í Smáranum með skóla úr Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Reykjanesi, Mosfellsbæ,Kjalarnesi og Seltjarnanesi.  Svo höldum við út á land. 
 
Við erum búin að senda bæklinga til íþróttakennara í öllum grunnskólum landsins.  Þar er dagskráin uppsett og allar upplýsingar um Skólahreysti.  
 
Við vorum að opna þennan vef og því eru að koma inn fleiri upplýsingar á næstu vikum og síðan að taka á sig lokamynd.  Gaman væri að fá ábendingar frá ykkur varðandi efni á síðuna. 
 
Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjá :)  
 
bestu kveðjur, Andrés og Lára
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook