Valmynd
Úrslit - fyrstu þrír riðlarnir


Skólahreysti MS 2011

Fyrstu þrír riðlarnir af Skólahreysti MS 2011 fóru fram í gær 03.mars í Íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi. Um 3000 stuðningsmenn og áhorfendur komu til að styðja sína skóla og mikil stemning var í húsinu. Tvöhundruð og þrjátíu keppendur mættu til leiks og voru skólar jafnir og spenna og gleði einkenndi keppnina.

Í fyrsta riðli voru skólar af Suðurlandi. Keppnin var jöfn og spennandi og ekki glitti í úrslit fyrr en í síðustu grein sem er hraðaþrautin. Upphífingar sigraði Ævar Viktorsson úr Hvolsskóla og tók hann 31 stk. Armbeygjur sigraði Eva Björk birgisdóttir úr Vallaskóla með 48 stk. Sunnulækjarskóli sigraði dýfur og var það Óttar Gunnlaugsson sem tók 38 stk. Í hreystigreip sigraði Eygló Arna Guðnadóttir með tímann 3;30 mínútur. Fyrir hraðaþraut var Hvolsskóli efstur með 36 stig,Vallaskóli með 31 stig  og Gr.í Þorlákshöfn með 30 stig. Hraðaþrautina sigraði svo Gr.í Hveragerði,þau Rakel Rós Friðriksdóttir og Þórir Thorlacius fóru brautina á 2;42 mínútur og náðu þar með öðru sæti í heildarkeppninni með 49 stig. Gr.Bláskógabyggðar náði þriðja sæti með 48,5 stig, aðeins hálfu stigi á eftir öðru sæti og það var Hvolsskóli sem náði fyrsta sæti og þar með rétti til að taka þátt í úrslitamótinu 28.apríl í Laugardalshöll. Glæsilegur riðill sem kom af Suðurlandi eins og alltaf.


Í öðrum riðli voru skólar frá Kópavogi,Garðabæ,Álftanesi,Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Lindaskóli hafði þar titil að verja. Lindaskóli og Lágafellsskóli háðu harða baráttu um sigursætið og í síðustu grein,hraðaþraut náði Lindaskóli heildarsigri í undankeppninni  með 65 stig. Lágafellsskóli varð í öðru sæti með 58 stig og Garðaskóli í þriðja sæti með 50,5 stig. Upphífingar sigraði Valgarð Reinhardsson,tók hann 41 stk. Hann sigraði einnig dýfur. Hann átti íslandsmetið í dýfum, 81 stk frá úrslitamóti í Skólahreysti MS 2010 ,en hann gerði sér lítið fyrir og sló eigið met og tók 83 stk. Glæsilegt met, til hamingju Valgarð. Upphífingar sigraði Lilja Lind Helgadóttir úr Kársnesskóla og tók hún 58 stk. Hreystigreip sigraði Birna Rós Stefánsdóttir úr Álftanesskóla með tímann 3;58 mín – glæsilegur tími. Hraðaþrautina fóru tveir skólar á sama tíma eða 2;29 mín.  Varmárskóli,þau Birta Jónsdóttir og Helgi Ólafsson sem og lið Lindaskóla þau, Ingunn Jónasóttir Hlíðberg og Viktor Fran Jónsson.   Þess má geta að í fyrra setti Birta Jónsdóttir úr Varmárskóla einstakt íslandsmet í hreystigreip, og hékk í 6;28 mínútur. Það er ólíklegt að það verði slegið í bráð en allt getur gerst í Skólahreysti eins og Valgarð sýndi heldur betur með því að slá eigið dýfumet.


Í þriðja riðli voru skólar frá Reykjanesi og Hafnarfirði. Skólarnir voru mjög hraustir og augljóst að mikið er lagt í æfingar. Það var Hraunvallaskóli sem endaði í þriðja sæti með 62,5 stig, Heiðarskóli sem hafði titil að verja lenti í öðru sæti með 66 stig og Holtaskóli sigraði eftir glæsilegan sigur í hraðaþraut með 82 stig. Upphífingar sigraði Birkir Freyr Birkisson úr Holtaskóla og tók hann 38 stk. Alveg ljóst að liðin eru vel þjálfuð því í armbeygjum var íslandsmetið slegið tvisvar, metið var 95 stk sem María Ása Ásþórsdóttir úr Heiðarskóla í Reykjanesbæ átti. Fyrst var það Jóhanna Júlía Júlíusdóttir úr Myllubakkaskóla sem tók 98 stk og svo kom Dóra Sóldís Ásmundardóttir úr Lækjarskóla og tók 100 stk. Ekki var talið að met Maríu Ásu yrði slegið út í ár en það er alveg ljóst að stelpur í Hafnarfirði og Reykjanesbæ kunna þetta. Til hamingju stelpur !!  Dýfur sigraði Jón Ágúst Guðmundsson úr Heiðarskóla og tók hann 46 stk. Hreystigreipina sigraði Ingibjörg Ýr Smáradóttir úr Njarðvíkurskóla og hékk í 3;18 mín. Hraðaþrautina sigruðu Elva Dögg Sigurðardóttir og Eyþór Guðjónsson á flottum tíma, 2;12 mín. Tímarnir í hraðaþrautinni í þessum riðli voru mjög góðir.


Tíu riðlar eru í Skólahreysti MS og sigurlið hvers riðils kemst áfram í úrslit sem verða 28.apríl í beinni útsendingu frá Laugardalshöll. Tvö uppbótarlið komast einnig í úrslit sem eru með bestan árangur af þeim liðum sem enda í öðru sæti. Tólf lið keppa til úrslita. Þau lið sem eru með bestan árangur í 2.sæti eftir þess þrjá riðla eru Lágafellsskóli í Mosfellsbæ og Heiðarskóli í Reykjanesbæ. En það getur hæglega breyst í næstu riðlum. Ekki öruggt hver það verður fyrr en þessir tíu riðlar eru búnir.

Það er ljóst að Hvolsskóli, Lindaskóli og Holtaskóli eru komnir í úrslit.


Fimm þættir af Skólahreysti MS verða sýndir á RÚV og verður fyrsti þáttur sýndur þriðjudaginn 22.mars kl.20:05. Í þeim þætti verða annar og þriðji riðill.
Þáttur með Suðurlandi og Austurlandi verður viku síðar 29.mars.

4.riðill verður svo á Egilsstöðum 17.mars

Erum líka á facebook og þar koma oft inn myndir og fróðleiksmolar sem gaman er að lesa. Einnig greinar frá Mbl.


Þar til næst.....Lára og Andrés

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook