Valmynd
Egilsstaðir úrslit

 
Skólahreysti MS fór fram í Íþróttahöll Egilsstaða í gær 25.mars.

Keppnin er fyrir tvo efstu bekki grunnskóla og skipar hvert lið fjórum keppendum og tveimur varamönnum.
 
Íþróttahúsið var troðfullt af sterkum og öflugum stuðningsmönnum skólanna sem skipta orðið miklu máli í þátttöku keppninnar.


Keppnin var gríðarlega spennandi og alveg ljóst að unglingar á Austurlandi leggja mikið á sig við æfingar í Skólahreysti. Austfirskir krakkar eru í flottu formi og sýndu alla sína bestu takta í keppninni í gær.


Egilsstaðaskóli hafði titil að verja frá fyrra ári og hafði góðu liði á að skipa og sigruðu þau fjórar greinar af fimm, en mesta spennan í keppninni var um annað og þriðja sætið og það að komast á pall og fá ostakörfuna góðu.


Egilsstaðaskóli náði sigri með 64 stigum, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar varð í öðru sæti með 44 stig og Grunnskóli Breiðdalshrepps hlaut þriðja sætið og 43,5 stig.    Grunnskóla Djúpavogs  varð í fjórða sæti með 42 stig. Það sést á stigum skólanna úr öðru,þriðja og fjórða sæti hve spennandi keppnin var,munar aðeins hálfu stigi á þessum sætum.


Unglingar sigurliðsins úr Egilsstaðaskóla heita : Erla Gunnarsdóttir,Heiðdís Sigurjónsdóttir, Andrés Kristleifsson og Stefán Bragi Birgisson.

Egilsstaðaskóli er því búin að vinna sér sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni Skólahreysti MS 28.apríl næst komandi sem verður sýnt í beinni útsendingu frá Laugardalshöll.

Það eru tíu skólar úr tíu riðlum sem fara í úrslitakeppnina en einnig komast inn tvö uppbótarlið. Það eru þau lið úr öðru sæti sem bestum árangri náðu í undankeppnunum.


Þáttur um Skólahreysti MS á Egilsstöðum verður sýndur á RÚV þriðjudagskvöldið 29.mars kl.29:10.


Næstu tveir riðlar í Skólahreysti verða á Akureyri 25.mars. Þar keppa skólar af Norðurlandi.

Alltaf hægt að fylgjast með öllu í Skólahreysti á heimasíðu Skolahreysti.is og á facebook.
Myndin hér að ofan er af stuðningsmannaliði Egilsstaðaskóla - harðir stuðningsmenn Stefáns Braga sem sigraði bæði upphífingar og dýfur.
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook