Valmynd
Akureyri

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Undanriðlar í Skólahreysti MS eru rúmlega hálfnaðir. Sex riðlar af tíu eru búnir. Tveir síðustu riðlar fóru fram í höfuðstað Norðlendinga, Akureyri 25.mars. Þar fylltist Íþróttahöllin tvisvar yfir daginn og norðlensk stuðningsmannalið eru alveg meðedda !!


Í fyrri riðli öttu kappi skólar af Norðurlandi,utan Akureyrar. Dalvíkurskóli hafði titil að verja frá því í fyrra. En Gr.Fjallabyggðar vildi einnig endurheimta titilinn, þar sem þau komust í úrslit 2007 og 2008.  Allir skólar voru búnir að leggja mikið í æfingar og sigur var óráðinn fram á seinustu sekúntu í hraðaþraut.


Skólar sem kepptu voru : Árskóli,Dalvíkurskóli,Gr.austan Vatna,Gr.á Blönduósi,Gr.Fjallabyggðar, Grenivíkurskóli, Hafralækjarskóli, Húnavallaskóli, Reykjahlíðarskóli, Valsárskóli og Varmahlíðarskóli.


Hann Magnús Andrésson úr Gr.Fjallabyggðar sigraði bæði upphífingar og dýfur. Hann tók 44 upphífingar og 56 dýfur. Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir úr Grenivíkurskóla  sigraði armbeygjur og tók hún 49 stk.  Hreystigreip sigraði Hulda Ósk Jónsdóttir úr Hafralækjarskóla með tímann fimm mínútur og þrjátíu og ein sekúntu sem er frábær tími og annar besti tími í hreystigreip sem komið hafði frá upphafi Skólahreysti á þessum tímapunkti. Íslandsmetið er sex mínútur og tuttugu og átta sekúntur sem Varmárskóli á.


Þegar fjórar greinar voru búnar var Gr. Fjallabyggðar með 34,5 stig, Dalvíkurskóli með 32 stig og Gr.austan Vatna með 30.5 stig. Hraðaþrautina sigraði lið Varmahlíðarskóla. Þau Rósanna Valdimarsdóttir og Jón Helgi Sigurgeirsson fóru brautina á 02:32 mín.


Lokaniðurstaða var sú að þó lið Dalvíkurskóla hafi ekki sigrað neina grein þá náðu þeir efsta sæti í mótinu með 50 stigum með því að vera jöfn og góð í öllum greinum. Þau heita : Hafþór Daði Halldórsson, Júlía Ósk Júlíusdóttir, Kinga Wozniel og Hafsteinn Máni Guðmundsson. Í öðru ssæti varð Árskóli með 49 stig og aðeins hálfu stigi á eftir Gr.Fjallabyggðar í þriðja sæti með 48,5 stig.


Í seinni riðli áttust við skólar frá Akureyri og Húsavík. Giljaskóli kom af eldmóði til leiks,hafði titil að verja frá fyrra ári. Hann atti harða keppni við Brekkuskóla, Glerárskóla,Hrafnagilsskóla,Borgarhólsskóla,Síðuskóla og Lundarskóla. Riðillinn einkenndist af frábærum árangrum úr öllum skólum.


Giljaskóli byrjaði af krafti og sigraði þrjár fyrstu greinarnar með glæsibrag. Aron Ingi Gautason úr Giljaskóla tók 42 upphífingar og 59 dýfur. Snjólaug Heimisdóttir úr Giljaskóla setti stórglæsilegt íslandsmet í armbeygjum og tók 106 stk. Hún sló þar út nýsett íslandsmet Dóru Sóldísar úr Lækjarskóla sem hún setti í vetur. Hreystigreip sigraði Auður Pétursdóttir úr Síðuskóla af hörku og elju. Hún hékk í fimm mínútur og þrjátíu og níu sekúntur sem nú er annar besti tími frá upphafi Skólahreysti. Hún náði heldur lengri tíma en Hulda Ósk úr Hafralækjarskóla í fyrri riðli.


Nú voru fjórar greinar búnar og Giljaskóli með ágæta stöðu í fyrsta sæti með 22 stig, Brekkuskóli með 19 stig og Síðuskóli með 17 stig. Hraðaþrautina sigraði lið Lundarskóla. Þau Eydís Helena Leifsdóttir og Aron Tjörvi Gunnlaugsson fóru hana á tímanum 02:33 mínútur.


Úrslitin í þessum riðli voru á sama veg og í í fyrri riðli. Hér  sigraði lið sem ekki sigraði neina grein í mótinu en stóð sig mjög  vel í öllum greinum og átti enga grein þar sem þau lenda neðarlega. Það var lið Brekkuskóla sem sigraði með 31 stig. Þau heita : Stefán Trausti Njálsson,Kara Knutsen,Alda Ólína Arnardóttir og Oddur Viðar Malmquist. Í öðru sæti varð lið Giljaskóla með 30 stig og Síðuskóli endaði í þriðja sæti með 27 stig.


Það eru því Dalvíkurskóla og Brekkuskóla sem verða fulltrúar Norðurlands í úrslitamóti Skólahreysti MS 2011 28.apríl  næstkomandi úr Laugardalshöll í beinni útsendingu á Rúv.


Þáttur verður sýndur frá þessu móti þriðjudagskvöldið 05.apríl kl.20:10 á RÚV og svo endursýndur kl.17:20 á föstudegi í sömu viku og laugardegi kl.10:35


Öll úrslit oglla  a árangra er að finna inni á heimasíðu okkar Skolahreysti.is og fullt af myndum og skemmtilegum fréttum á Facebook.
 
 
 
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook