Valmynd
Mæting í Skólahreysti - 1. og 2.riðill í AusturberFyrsta Skólahreystikeppnin verður 17.janúar í Austurbergi.  Þar keppa tveir riðlar.  Það er frábær skráning.  Allir skólar ætla að vera með.     Það keppa 14 skólar í fyrri riðli og 11 skólar í seinni riðli.  
 
Keppnissvæði verður tilbúið kl.13:00 og þá mega keppnislið úr báðum riðlum koma og æfa sig ef þeir vilja.
Fyrri riðill byrjar kl. 16:00  og í þeim riðli eru eftirtaldir skólar :     Borgaskóli - Breiðholtsskóli - Engjaskóli - Fellaskóli - Foldaskóli - Hólabrekkuskóli - Húsaskóli - Korpuskóli - Laugalækjarskóli- Ölduselsskóli - Rimaskóli - Seljaskóli - Víkurskóli - Vogaskóli.       Keppendur skulu mæta í innskráningu til ritara/Láru kl.15:00.  Fá bol og vesti.  

Seinni riðill byrjar kl.19:00 og í honum eru eftirtaldir skólar :  Álftamýrarskóli - Árbæjarskóli - Austurbæjarskóli - Hagaskóli - Hamraskóli - Háteigsskóli - Hlíðaskóli  - Ingunnarskóli - Réttarholtsskóli - Valhúsaskóli  og Vogaskóli.   Keppendur skulu mæta í innskráningu til ritara/Láru kl.18:00 og fá bol og vesti. 

Keppendur fá Skólahreystibol sem þeir mega eiga.  Skila þarf vestum eftir keppni til Krissa, strákurinn sem sér um keppendur.       Það væri frábært ef allir mæta í svörtum buxum.  

  Skemmtilegir Skólahreystimánuðir framundan í öllum skólum landsins og á Skjá einum vikulega fram í apríl. 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook