Valmynd
Austurberg

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Skólahreysti MS - Austurberg


Fjórir seinustu riðlar undankeppni Skólahreysti MS 2011 fóru fram í Íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti í gær.
 
Þrjúþúsund litríkir og sterkir stuðningsmenn mættu í íþróttahúsið og studdu kröftulega við sinn skóla. Þar var setið í hverju einasta sæti og öll pláss nýtt sem var að finna í húsinu.


Þarna voru til keppni komnir gríðarlega sterkir og hraustir skólar og var spennustigið komið í hámark þegar öll úrslit voru ljós.
 
Í fyrsta riðli tókust á skólar frá Vesturlandi, í öðrum riðli skólar frá Vesturlandi. Skólar úr Breiðholti,Árbæ,Grafarvogi og Grafarholti voru í þriðja riðli og svo Austurbær,Vesturbær í þeim fjórða.


Í Vesturlandsriðli var keppnin jöfn fram á seinustu sekúntu. Skólar voru svo jafnir að tveir skólar enduðu í efsta sæti með sömu stigatölu. Það voru Gr.Húnaþings vestra og Gr.Borgarfjarðar. Þegar svona gerist tekur við árangurstenging og þar náði Gr.Húnaþings vestra sigursætinu. Gr.Borgarfjarðar varð í öðru sæti og aðeins einu stigi á eftir þeim var Gr. í Borgarnesi í þriðja sæti.


Í Vestfjarðarriðli voru það keppendur Gr.á Ísafirði sem náðu nokkuð öruggu sigursæti. Í öðru sæti varð Gr.Bolungarvíkur og í þriðja sæti varð Tálknafjarðarskóli.


Í þriðja riðli var það lið Árbæjarskóla sem fór með sigur af hólmi eftir mikla baráttu við lið Ölduselsskóla, Breiðholtsskóla og  Hólabrekkuskóla. Ölduselsskóli var búin að leiða keppnina fram að hraðaþraut. Þar náði Árbæjarskóli besta tímanum í hraðaþraut og náði fyrsta sæti, Breiðholtsskóli  varð í öðru sæti og Hólabrekkuskóli lenti í þriðja sæti.


Í baráttu milli skóla úr Vesturbæ og Austurbæ var það Valhúsaskóli sem stóð uppi sem sigurvegari eftir mikla baráttu við Háteigsskóla og Hagaskóla. Háteigsskóli varð í öðru sæti og Hagaskóli í því þriðja. Má segja að bæjarhlutar hafi skipt sætunum bróðurlega á milli sín í þessum riðli.


Það er því ljóst núna eftir alla tíu undanriðla að eftirtaldir skólar fara í úrslit 28.apríl næst komandi í beinni útsendingu úr Laugardalshöll : Hvolsskóli, Lindaskóli,Holtaskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Dalvíkurskóli, Brekkuskóli á Akureyri, Gr. á Ísafirði, Árbæjarskóli og Valhúsaskóli. Tveir uppbótarskólar komast inn í úrslit, það eru þeir skólar sem höfðu bestan árangur í 2.sæti. og eru það Lágafellsskóli í Mosfellsbæ og Heiðarskóli í Reykjanesbæ.
 
Tveir skólar sem lentu í öðru sæti úr öllum riðlunum og voru með bestan árangur komst einnig  í úrslitakeppnina.  Þetta eru Lágafellsskóli í Mosfellsbæ og Heiðarskóli í Reykjanesbæ.


Það sem einkenndi skólana í Austurbergi í gær voru frábærir tímar í hraðaþraut og miklar bætingar á árangri frá síðasta ári. Skólar hafa greinilega lagt mikið í æfingar fyrir keppnirnar og einnig stóðu stuðningsmenn frábærlega með sterkan og góðan stuðning við keppendur sem ekki er síður mikilvægur í keppninni.

Þættir af öllum riðlum eru sýndir á þriðjudagskvöldum á RÚV kl.20:10 og endurýndir á föstudögum og laugardögum.
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook