Valmynd
úrslit 2011

 
  Ný styttist óðum í úrslitin  í Skólahreysti MS 2011. Þau  verða  fimmtudaginn  28.apríl í Laugardalshöll og hefst bein útsending kl.20:00 – 22:00
 
Mæting liða er kl.18:00.   Staðfesta þá  komu sína hjá ritara. Okkur langar til að biðja alla keppendur um að vera í svörtum buxum. Þau fá hjá okkur boli eins og venja er og svo þessi litaskiptu vesti sem þau kannst orðið við. Þar sem þetta er bein útsending þá þurfa þau að mæta heldur fyrr til að undirbúa þau, tíminn líður svo hratt þessar mínútur áður en fjörið hefst.

Áhorfendur mega koma kl.19:00. Við munum skipta niður stúkunni og hver skóli fær pláss fyrir cirka 70 stuðningsmenn. En svo er nóg af sætum í efri stúku.
 
Keppnislið mega koma á milli 15:00 – 16:00 og æfa sig í brautinni ef þau vilja. En einnig er þeim velkomið að æfa sig þegar þau mæta kl.18:00.

Guðmundur Atli Pétursson produsentinn okkar í vetur hefur gert þáttunum frábær skil og verður að sjálfsögðu með okkur á lokakvöldinu.  Guðmundur Gunnarsson verður að taka viðtöl á gólfi og Edda Sif Pálsdóttir og sjálfur Logi Geirsson munu verða í setti í Laugardalshöllinni og lýsa þættinum jafnóðum. 
 
Innkomuatriði verður með sama sniði og verið hefur. Hver skóli er kynntur inn í gegnum hlið. Hvert keppnislið má hafa með sér fjóra stuðningsmenn. Skólum er frjálst að útbúa/semja sitt innkomuatriði. Litir skólanna fylgja hér með.
 
Það voru nokkuð margir skólar með sömu liti úr sínum riðlum svo við drógum bara um hverjir fengju að halda sínum lit og hinir fengu nýjan lit. Blár og appelsínugulur voru algengastir á vinningsliðunum.

grænn
Holtskóli

rauður
Egilsstaðaskóli

orange
Árbæjarskóli

ljósgrænn
Hvolsskóli

blár
Valhúsaskóli

ljósblár
Lindaskóli

svartur
Lágafellsskóli

fjólublár
Gr.Húnaþings vestra

gulur
Gr.á Ísafirði

bleikur
Brekkuskóli

silfur
Heiðarskóli

brúnn
Dalvíkurskóli


Eins og áður eru peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin sem renna til nemendafélaga skólanna sem MS gefur og eignarbikarar.   Fyrsta skólahreystimótið sem haldið verður erlendis verður haldið í Helsingi í Finnlandi í lok maí og er sigurliði ásamt varamönnum og einum íþróttakennara boðið á það mót. Fimmtán skólar í Finnlandi eru farnir að undirbúa sig fyrir þetta mót og það verður gaman að sjá hvernig þau standa sig í samanburði við okkar sigurlið. Mótið heitir Your Move og stendur það yfir í fimm daga og búist er við 50.000 unglingum af öllu Finnlandi. Skólahreystimótið verður 01.maí og verður það inni í íshokkíhöll. Á þessari hátíð verða allar hugsanlegar íþróttagreinar, þar verða hljómsveitir og margt til gamans. Líklegast yrði farið út þriðjudagsmorguninn 31.maí og komið heim föstudaginn 03.júní.  Flugmiðar til Finnlands fyrir keppendur, varamenn  og einn kennara og eru það  einnig verðlaun fyrir fyrsta sætið sem MS gefur.
 
Endilega látið í ykkur heyra ef þið eru með spurningar eða vangaveltur. Við verðum með Hleðsluna fyrir krakkana og íþróttakennara sem orkugjafa á meðan móti stendur.

Vonandi mæta bara sem flestir. Það væri gaman að fylla Laugardalshöllina. Alltaf ókeypis inn og allir velkomnir.

Við hlökkum mikið til úrslitakvölds og að sjá ykkur öll.

Minnum alla á að mæta með góða skapið og íþróttaandann og eiga skemmtilegt kvöld saman, nóta þess að hafa komist í úrslitin - allt umfram það er bónus :)  

Þakkir og kveðjur,

Andrés gsm 663-1111
Lára gsm 663-1112
skolahreysti@skolahreysti.is
www.skolahreysti.is

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook