Valmynd
Lokaúrslit í Skólahreysti MS 2011

 
 
  Úrslit í Skólahreysti MS 2011  fór fram í gærkveldi 28.apríl.
 
Var keppnin sýnd í beinni útsendingu frá Laugardalshöll og voru mættir um 2.500 áhorfendur.


Það voru stuðningsmenn skólanna sem slógu taktinn í byrjun móts með frábærri innkomu við kynningar á skólunum. Það var mögnuð stemning allt mótið og Logi Geirsson sem var í setti Rúv og lýsti keppninni ásamt Eddu Sif Jónsdóttur sagði að það væri meiri stemning í Skólahreysti heldur en á landsleik í handbolta. Búningar, flott skilti,kroppamálning og ótrúleg orka í krökkunum við að styðja sinn skóla skapar þessa kröftugu stemningu.


Tólf skólar komu í úrslit og voru  það þeir :

Hvolsskóli,Lindaskóli,Holtaskóli/Reykjanesbæ,Egilsstaðaskóli, Dalvíkurskóli,Brekkuskóli/Akureyri, Gr.Húnaþings vestra,Gr.á Ísafirði,Árbæjarskóli,Valhúsaskóli,Heiðarskóli/Reykjanesbæ og Lágafellsskóli/Mosfellsbær.
 

Enginn skóli var öruggur með fyrsta sæti í öllum greinum. Góður árangur innan hverrar greinar blandaðist vel á milli allra skóla. Það segir okkur að öll liðin skiluðu frábæru móti og frábærum árangri. Allir skólar geta verið stoltir af sinni vinnu á mótinu og þeirri staðreynd að þeir eru með tólf bestu skólum í Skólahreysti MS yfir landið.


Lindaskóli og Holtaskóli í Reykjanesbæ skiptu á milli sín fyrsta og öðru sæti milli greina  og Gr.á Ísafirði hélt þriðja sætinu á milli greina.  Egilsstaðaskóli,Brekkuskóli,Dalvíkurskóli og Heiðarskóli í Reykjanesbæ skiptust á fjórða og fimmta sæti út keppnina.


Úrslitin urðu þau að Holtaskóli endaði í fyrsta sæti með 60 stig. Aðeins einu stigi á eftir var Lindaskóli með 59 stig og Gr.á Ísafirði varð í þriðja sæti með 51 stig.


Það eru þau Birkir Freyr Birkisson,Sólný Sif Jóhannsdóttir,Elva Dögg Sigurðardóttir og Eyþór Guðjónsson sem prýða lið Holtaskóla.


Allir árangrar, úrslit í hverri grein og lokaúrslit er að sjá á Skólahreysti.is undir „úrslit móta“


Viljum þakka öllum skólum góðan vilja að vinna með okkur og koma krökkunum öllum til okkar. Einnig alla þá miklu vinnu sem íþróttakennarar leggja í íþróttina. Einnig foreldrum sem styðja sín börn alla leið.


Hlökkum til að vinna áfram með ykkur og sjáumst eldhress í Skólahreysti MS 2012


Á myndinni hér að ofan sjáum við sigurlið Holtaskóla fagna sigri með sínum frábæru stuðningsmönnum.




 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook