Valmynd
Keppnisdagskrá 2012 - þátttökutilkynning

 
Sæl öll
 Nú eru  fjórir mánuðir þar til Skólahreysti 2012 rennur af stað.  Allt verður með sama sniði og undanfarin ár.
 Íþróttakennarar : vinsamlegast sendið okkur staðfestingu um þátttöku ykkar skóla fyrir 1.desember 2012 á netfangið okkar skolahreysti@skolahreysti.is.  Eins og þið munið örugglega flest þá er nafnaskráning liðsins ekki fyrr en tveimur vikum fyrir mót sem fer fram á þessari síðu undir "nafnaskráning"    Nú er aðeins beðið um staðfestingu á þátttöku. 
Hér fyrir neðan eru dagsetningar mótanna.    Minnum á reglur mótsins varðandi liðið.  Einungis má taka nemanda úr 8.bekk ef það eru færri en 20 nemendur í 9. og 10. bekk samanlagt.  Það þarf að sækja um þessa undanþágu með því að senda póst á Skolahreysti@skolahreysti.is .  Sama á við um varamenn. 
Endilega sendið okkur póst ef eh er óljóst eða sláið á þráðinn til okkar....Andrés gsm 663-1111 og Lára gsm 663-1112
 Minnum á Skólahreysti á Facebook - þar er mikið magn af myndum frá keppnum síðustu ára.  Einnig verðum við dugleg að setja þar inn fréttir þegar nær dregur og á meðan mótum stendur.
Minnum skólana á að ef þeir hafa sérstakar óskir um liti að láta okkur vita.  Það getur þó alltaf gerst að nokkrir skólar í sama riðli biðji um sama litinn, þá drögum við um það  hver fær litinn. 
Annars er bara að æfa vel og alltaf að hafa góða skapið með í för  :)  Gangi ykkur vel í öllum undirbúningi
bkv.Andrés og Lára

 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook