Valmynd
Skólahreysti 2012 byrjar 1.mars
 
Fyrstu þrír riðlar í Skólahreysti 2012 fara fram á fimmtudaginn 01.mars í Smáranum í Kópavogi.
 
1.riðill - hefst kl.13:00 - 14:30  og   eru eftirtaldir skólar og litir þeirra : Suðurland

Flóaskóli svartur

Flúðaskóli fjólublár 
Grunnskóli Bláskógabyggðar grænn
Víkurskóli Vík gulur
Grunnskóli Vestmannaeyja ljósgrænn
Grunnskólinn í Hveragerði blár
Grunnskólinn í Þorlákshöfn silfur
Hvolsskóla - appelsínugulur
Kirkjubæjarskóli rauður
Sunnulækjarskóli dökkblár
Vallaskóli ljósblár
 

Mæting kl.12:00. Keppendur koma þá til Láru ritara og staðfesta sín nöfn, fá keppnisvesti og skólahreystibol. Keppendur mega eiga bolina en skila vestunum.  Þá mega krakkarnir kíkja í brautina og æfa sig. Mótið hefst kl.13:00. Farið að taka upp kynningu með Rúv á milli 12:30 og 12.55 þar sem Edda og Haukur frá Rúv og Jónsi eru með ykkur.  Stuðningsmenn velkomnir um 12:30
 
2.riðill - hefst kl.16:00 - 17:45  og eru eftirtaldir skólar og litir :
 
Álfhólsskóli (sameinaður)Hjallaskóli/Digranes ljósblár
Álftanesskóli ljósbleikur
Garðaskóli dökkbleik
Hörðuvallaskóli bleikur
Kársnesskóli orange
Klébergsskóli grænn
Kópavogsskóli gulur
Lágafellsskóli rauður
Lindaskóli blár
Sæmundarskóli brúnn
Salaskóli silfur
Smáraskóli fjólublár
Snælandsskóli ljósgrænn
Varmárskóli dökkblár
Vatnsendaskóli svartur
Sjálandsskóli dökkbrúnn
 
Mæting kl.15:00. Keppendur koma þá til Láru ritara og staðfesta sín nöfn, fá keppnisvesti og skólahreystibol.  Keppendur mega eiga bolina en skila vestunum.  Varamenn fá einnig boli.  Þá mega krakkarnir kíkja í brautina og æfa sig. Mótið hefst kl.16:00. Farið að taka upp kynningu með Rúv á milli 15:30 og 15.55 þar sem Edda og Haukur frá Rúv og Jónsi eru með ykkur. Keppendur og íþróttakennarar fá skyrdrykki.  Stuðningsmenn velkomnir um 15:303.riðill sem hefst kl.19:00 - 20:20  eru eftirtaldir skólar og litir - Austurbær/Vesturbær
 
Álftamýrarskóli Svartur
Austurbæjarskóli orange
Hagaskóli bleikur
Háteigsskóli grænn
Hlíðaskóli gulur
Langholtsskólirauður
Laugalækjarskólisilfur
Réttarholtsskólifjólublár
Valhúsaskóli ljósblár

Mæting kl.18:00. Keppendur koma þá til Láru ritara og staðfesta sín nöfn, fá keppnisvesti og skólahreystibol.  Þá mega krakkarnir kíkja í brautina og æfa sig. Mótið hefst kl.19:00. Farið að taka upp kynningu með Rúv á milli 18:30 og 18.55 þar sem Edda og Haukur frá Rúv og Jónsi eru með ykkur. Stuðningsmenn velkomnir um 18:30 - keppendur og íþróttakennarar fá skyrdrykki á mótinu.  Keppendur mega eiga bolina en passa vel að skila vestunum
 
Rúv tekur upp keppnirnar og Edda Sif Pálsdóttir og Haukur Harðarson verða með okkur í vetur í þáttunum og brydda upp á nýjungum eins og þeim er von og vísa.  Fyrsti þáttur verður sýndur 20.mars kl.20:05.  Fimm þættir og svo bein útsending frá úrslitum í Laugardalshöll 26.apríl þar sem 12 skólar keppa til úrslita.   Jónsi verður kynnir á keppnunum og allt verður með sama sniði og verið hefur.  Ein nýjung er þó í þrautunum.  Nú keppa fjórir í einu í upphífingum,dýfum og armbeygjum. 
 
 
Endilega sendið fyrirspurnir á skolahreysti@skolahreysti.is
ef spurningar vakna - verið ekki feimin við það - alltaf gaman að
heyra í ykkur öllum, kennarar,keppendur,foreldrar. 
 
Sjáumst hress á fimmtudaginn - bkv.Lára og Andrés
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook