Valmynd
Fyrstu þrír riðlarnir í Smáranum
 
Fyrstu þrír riðlar í Skólahreysti MS fóru fram í gær í íþróttahúsinu Fífunni í Kópavogi. Húsfyllir var af stuðningsmönnum skólanna í öllum riðlunum þremur. Spenningur,gleði og eftirvænting skein úr hverju andliti. Stuðningurinn var upp á tíu.

Það voru skólar af Suðurlandi sem riðu á vaðið þetta árið.

Þetta voru Gr.í Hveragerði,Flúðaskóli,Gr.í Þorlákshöfn, Víkurskóli,Kirkjubæjarskóli, Vallaskóli, Gr.Bláskógabyggðar,Flóaskóli,Sunnulækjarskóli,Gr.Vestmannaeyja og Hvolsskóli.

Upphífingum voru allir skólar að skila frábærlegavel.   Það var Ragnar Þorri Vignisson úr Hvolsskóla sem tók flestar eða 39 stk.
Hvolsskóli landaði einnig sigrinum í armbeygjum. Það var Eygló Arna Guðnadóttir sem tók 39 stk.
Flúðaskóli sigraði dýfur, það var Ari Jóhannsson sem stal senunni þar og tók 38 stk.
Í hreystigreip var það Oddný Bárðardóttir úr Gr.Vestmannaeyja sem hékk lengst og var það tíminn 3.13 mín.
Hraðaþrautina var það Hvolsskóli sem náði bestum tíma. Snædís Sól Böðvarsdóttir og Vignir Þór Sigurjónsson fóru á tímanum 02.21 mín.

Úrslit voru eftirfarandi : 1.sæti Hvolsskóli með 58 stig, 2.sæti Vallaskóli með 51 stig og í 3.sæti var það Gr.í Þorlákshöfn með 45,5 stig.


Í öðrum riðli voru  það skólar úr Kópavogi,Mosfellsbæ,Garðabæ,Álftanesi og Kjlarnesi sem kepptu.
Kársnesskóli, Lindaskóli, Garðaskóli, Salaskóli, Lágafellsskóli, Varmárskóli, Álfhólsskóli, Álftanesskóli, Snælandsskóli, Vatnsendaskóli, Hörðuvallaskóli, Sjálandsskóli,Kópavogsskóli,Smáraskóli og Klébergsskóli.

Allir skólar stóðu sig frábærlega og keppnin var skemmtileg.
Upphífingar sigraði Valgarð Reynhardsson. Hann tók 36 stk.
Armbeygjurnar sigraði Lilja Lind Helgadóttir úr Kársnesskóla og tók hún 57 stk.
Valgarð Reynhardsson sigraði einnig dýfur, tók 85 stk og sló eigið íslandsmet sem var 83 stk.
Hreystigreipina sigraði Varmárskóli. Þórdís Rögn Jónsdóttir og hékk hún í 3.55 mínútur. Hraðaþrautina sigraði Lindaskóli. Sigrún Harpa Stefánsdóttir og Bjarki Þór Hilmarsson flugu í gegnum brautina á 2.17 mínútur.
Það var því lið Lindaskóla sem náði 1. sæti í riðlinum með 88 stig, í 2. sæti varð lið Salaskóla með 69,5 stig og í 3. sæti varð það lið Varmárskóla með 69 stig. Garðaskóli náði einnig 69 stigum en lenti samt í 4 sæti þar sem við notum reglu um árangur ef lið enda með jafna stigatölu, þessi aðferð heitir árangurstenging. Varmárskóli sigraði eina grein en Garðaskóli enga og því fær Varmárskóli þriðja sætið.

Í þriðja riðli voru það skólar úr Vesturbæ,Austurbæ og Seltjarnarnesi sem spreyttu sig.

Hagaskóli,Austurbæjarskóli,Álftamýrarskóli,Valhúsaskóli,Langholtsskóli,Laugalækjarskóli,Háteigsskóli, Réttarholtsskóli og Hlíðaskóli.
Hagaskóli skilaði flestum upphífingum. Leifur Þorbjarnarson sá um upphífingar og tók 46 stk og náði þar 1.sæti.
Laugalækjarskóli sigraði armbeygjur. Íris Emma Gunnarsdóttir tók 80 stk.
Í dýfum var það Þór Bergsson úr Langholtsskóla og Halldór Dagur Jósefsson sem náðu báðir 36 stk og 1.sæti í þeirri grein.
Það var svo Arngunnur Einarsdóttir ú Hlíðaskóla sem náði lengstum tíma í hreystigreip eða 5.06 mín.
1.sætið í hraðaþraut tóku þau Tinna Bjarkar Jónsdóttir og Markús Levi Stefánsson, úr Lindaskóla og  fóru þau brautina á 2.17 mínútur.
Úrslit urðu þau að lið Laugalækjarskóli náði 3. sætinu með 33.5 stig, Austurbæjarskóli 2. með 37.5 stig og Hagaskóli náði 1. sæti með 41 stig.

Eftir þessa þrjá riðla eru það Hvolsskóli,Lindaskóli og Hagaskóli sem eru á leið í úrslit 26.apríl.


Athugið að stigin á milli riðla eru mishá. Ef það er riðill með tíu skóla, þá gefur fyrsta sætið í hverri grein 10 stig. En ef það er riðill með sextán skóla, þá er fyrsta sæti í hverri grein með 16 stig. Svo fær minni riðillinn 20 stig í hraðaþraut á meðan stærri riðillinn fær 32 stig. Það er ekki hægt að bera saman riðlana með stigin svona.


Við tökum inn tvö uppbótarlið í úrslit. Við tökum alla skóla sem enduðu í öðru sæti og uppreiknum stigin þeirra. Við setjum árangrana þeirra inn í nýja stigatöflu. Þeir tveir skólar sem eru með bestan árangur út úr þessum útreikningi fá að keppa til úrslita í lokamóti. Þetta er einföld og góð leið til að finna út þessa tvo skóla.


Við höfum hert á reglum í armbeygjum. Í fyrstu var strax sett sú regla að stelpurnar eiga að vera með beinan líkama í gegnum beygjuna en allt of oft hefur rassinn viljað fara upp. Það er hvíld sem fæst út úr því og eðlilegt að þær geri það. En nú verðum við að herða á þessu og er reglan sú að þær mega tvisvar sinnum fara upp í þessa hvíldarstöðu með rassinn og í þriðja sinn sem þær gera það eru þær stoppaðar og verða að hætta keppni. 
 
Þó ég telji aðeins upp bestu tímana hér að ofan og svo þrjú efstu sætin í hverjum riðli eru allir árangrar í riðlunum þremur frábærir. Fæstir geta tekið eina upphífingu eða dýfu sem ekki eru búnir að æfa neitt. Það er ekki auðvelt að taka armbeygur með handföngum og fætur uppi á palli. Liðin sem kepptu eru öll að fara í gegnum þessa þrautabraut á innan við fimm mínútum og skemur , sem segir okkur að hver og einn er undir tvær og hálfri mínútu alla brautina er stórkostlegur árangur.

Við heyrum alltaf að fullt af krökkum langar til að keppa. Það geta allir keppt.  Þið getið komið beint inn í mót og spreytt ykkur en ef ykkur langar til að ná ákveðnum árangri þá kostar það smá vinnu og æfingar en það er þannig með allt í lífinu.   Best er að setja sér markmið. Flestir sem eru að byrja taka eina til þrjár upphífingar og dýfur, heldur fleiri armbeygjur.    Ef þið byrjið að æfa ykkur að hausti, takið í hverri viku upphífingar,dýfur eða armbeyjgur , þá er næsta víst að þið fjölgið þeim um 5 – 7 stk á hverjum mánuði. Ef þið byrjið að æfa í september og mótið er í mars sem eru þá átta mánuðir þá eruð þið komin upp í fjörutíu stk sem er komið upp fyrir meðaltal og þá er ekkert mál að koma inn í keppni og njóta þess að taka þátt.


Að fara í gegnum eitt skólahreystimót er sigur. Það skiptir engu máli hvort þið takið tíu eða fjörutíu armbeygjur eða upphífingar. Þið hafið æft mismikið og öll eruð þið að gera ykkar besta. Ef þið hefðuð ekki mætt til keppninnar, þá hefði ykkar skóli etv ekki farið. Þið eruð flottir,hugrakkir og frábærir fulltrúar ykkar skóla
.

Okkur finnst þið flottust krakkar
það er bara þannig !

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook