Valmynd
Opnun Skólahreysti
 
Magnús Ólafsson forstjóri Mjólkursamsölunnar mun opna fyrsta mótið í Skólahreysti 2008 á morgun fimmtudag í Íþróttahúsinu Austurbergi kl.16:00. 
 
Fyrstu keppendur verða Dagur B.Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs.
 
Jón Jósep Snæbjörnsson (Jónsi)  verður sjónvarpskynnir Skólahreysti og mun hann taka viðtöl við keppendur og þá sem að Skólahreysti koma. 
 
Íslandsmeistarar Icefitness Eva Sveinsdóttir og Sævar Ingi Borgarsson ætla að sýna krökkunum rétt tök í öllum keppnisgreinum.

Ívar Guðmundsson er kynnir í sal. 
 

Andrés Guðmundsson og Pétur Guðmundsson eru yfirdómarar og sjá um að allt gangi eftir settum reglum. 
 
Lára Berglind Helgadóttir er ritari og með samskipti við kennara og keppendur.
 
Kristinn Freyr Guðmundsson ( Krissi ) verður áfram aðstoðarmaður krakkanna eins og í fyrra.
 
Xodus strákarnir Atli og Hlynur sjá um allan stigaútreikning og tölvumál.
 
Brjánn Baldursson er ljósmyndari mótanna.
 
DJ Fúsi verður áfram með frábæra músík.
 
Saga Film sér um sjónvarpsupptökur og þáttagerð og er Guðni Halldórsson þar við stjórnvölinn.
 
Skjár einn sýnir þættina vikulega fram í apríl á þriðjudagskvöldum kl.20:00    Ekki missa af sjónvarpskvöldum á Skjá einum í vetur.

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook