Valmynd
Skólahreysti MS - Austurberg 8.mars mæting ofl

 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Næstu þrír  riðlar í Skólahreysti 2012 fara fram á fimmtudaginn 08.mars í Íþróttahúsinu Austurbergi  í Efra-Breiðholti í Reykjavík.

1.riðill - hefst kl.13:00 - 14:30 og eru eftirtaldir skólar og litir þeirra : Vesturland og Vestfirðir  
Brekkubæjarskóli    ljósblár
Grundaskóli      dökkbleikur
Grunnskóli Borgarfjarðar       bleikur
Grunnskóli Grundarfjarðar     blár
Grunnskóli      Húnaþings vestragrænn
Grunnskóli Snæfellsbæjar    brúnn
Grunnskólinn í Borgarnesiljósgrænn
Tindaskóli     gulur
Gr. Í Stykkishólmi              silfur
Vestfirðir
Grunnskóli Bolungarvíkur     fjólublár
Grunnskólinn á Ísafirði          dökkblár
Grunnskólinn á Þingeyri       vínrauður

Mæting kl.12:00. Keppendur koma þá til Láru ritara og staðfesta sín nöfn, fá keppnisvesti og skólahreystibol. Keppendur mega eiga bolina en skila vestunum.  Keppendur fá medalíu en ekki varamenn.   Þá mega krakkarnir kíkja í brautina og æfa sig. Mótið hefst kl.13:00. Pétur dómari fer í gegnum allar reglur um kl.12:30  Farið að taka upp kynningu með Rúv á milli 12:30 og 12.55 þar sem Edda og Haukur frá Rúv og Jónsi eru með ykkur. Stuðningsmenn velkomnir kl.12 og síðar.
 
MS verður með skyrdrykki fyrir keppendur og íþróttakennara.  Getum ekki gefið stuðningsmönnum og áhorfendum skyrdrykki því húsin verða öll flóandi í drykkjum og dósir um allt.  Því miður. 
 
Nú keppa fjórir í einu í upphífingum,dýfum og hraðaþraut.  Nú má ekki fara oftar upp með rassinn í armbeygjum en tvisvar, í þriðja skiptið sem farið er upp með rassinn verður keppandi að hætta í grein. 
 
Minnum alla á að kíkja á reglurnar hér á síðunni. 

-------------------------------------------------------------------
2.riðill - hefst kl.16:00 - 17:40 og eru eftirtaldir skólar og litir : Breiðholt,Árbær,Grafarholt og Grafarvogur

Árbæjarskóli    orange
Borgaskóli   ljósblár
Breiðholtsskóli     dökkbleik
Engjaskóli     bleikur
Foldaskóli     grænn
Hamraskóli    gulur
Hólabrekkuskóli      ljósgrænn
Húsaskóli    brúnn
Ingunnarskóli      blár
Norðlingaskóli      silfur
Ölduselsskóli     fjólublár
Rimaskóli   rauður
Seljaskóli      svartur
Kelduskóli       vínrauður
 
 
Mæting kl.15:00. Keppendur koma þá til Láru ritara og staðfesta sín nöfn, fá keppnisvesti og skólahreystibol. Keppendur mega eiga bolina en skila vestunum. Varamenn fá einnig boli. Keppendur fá medalíur en ekki varamenn.   Þá mega krakkarnir kíkja í brautina og æfa sig. Mótið hefst kl.16:00.
Pétur dómari fer með öllum í gegnum reglur kl.15:30   Farið að taka upp kynningu með Rúv á milli 15:45 og 15.55 þar sem Edda og Haukur frá Rúv og Jónsi eru með ykkur. Keppendur og íþróttakennarar fá skyrdrykki. Stuðningsmenn velkomnir um 15:30
 
Skyrdrykkir í boði MS fyrir keppendur og íþróttakennara. 
 
Fjórir keppa í einu í upphífingum,dýfum og armbeygjum. 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


3.riðill sem hefst kl.19:00 - 20:45 eru eftirtaldir skólar og litir -  Reykjanes og Hafnarfjörður 

Akurskóli svartur
Áslandsskóli  blár
Gerðaskóli    dökkbleik
Grunnskóli Grindavíkur     gulur
Grunnskólinn í Sandgerði    ljósbleikur
Heiðarskóliljós     blár
Holtaskóli    orange
Hraunvallaskóli     ljósgrænn
Hvaleyrarskóli    brúnn
Lækjarskóli     bleikur
Myllubakkaskóli     silfur
Njarðvíkurskóli      grænn
Öldutúnsskóli     rauður
Setbergsskóli     dökkblár
Stóru-Vogaskóli      fjólublár
Víðistaðaskóli     dökkbrúnn

Mæting kl.18:00. Keppendur koma þá til Láru ritara og staðfesta sín nöfn, fá keppnisvesti og skólahreystibol. Varamenn fá einnig boli.  Keppendur fá medalíur en ekki varamenn.     Þá mega krakkarnir kíkja í brautina og æfa sig.  Pétur dómari fer í gegnum allar reglur um kl. 18:30   Mótið hefst kl.19:00. Farið að taka upp kynningu með Rúv á milli 18:45 og 18.55 þar sem Edda og Haukur frá Rúv og Jónsi eru með ykkur. Stuðningsmenn velkomnir um 18:30 - keppendur og íþróttakennarar fá skyrdrykki á mótinu. Keppendur mega eiga bolina en passa vel að skila vestunum

Rúv tekur upp keppnirnar og Edda Sif Pálsdóttir og Haukur Harðarson verða með okkur í vetur í þáttunum og brydda upp á nýjungum eins og þeim er von og vísa. Fyrsti þáttur verður sýndur 20.mars kl.20:05. Fimm þættir og svo bein útsending frá úrslitum í Laugardalshöll 26.apríl þar sem 12 skólar keppa til úrslita. Jónsi verður kynnir á keppnunum og allt verður með sama sniði og verið hefur. Ein nýjung er þó í þrautunum. Nú keppa fjórir í einu í upphífingum,dýfum og armbeygjum.  

Skyrdrykkir í boði frá MS fyrir keppendur og íþróttakennara. 
 
 
Endilega sendið fyrirspurnir á skolahreysti@skolahreysti.is
ef spurningar vakna - verið ekki feimin við það - alltaf gaman að
heyra í ykkur öllum, kennarar,keppendur,foreldrar.

Sjáumst hress á fimmtudaginn - bkv.Lára og Andrés
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook