Valmynd
Austurberg - úrslit og fl.

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir - armbeygjudrottning úr Myllubakkaskóla
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Íþróttahúsið Austurberg 9.mars 2012

Í gær fóru fram fjórir riðlar í Skólahreysti MS í Íþróttahúsinu Austurbergi. Stuðningsmenn fylltu húsið aftur og aftur og spennan var gríðarleg.


Í fyrsta riðli gærdagsins sem var sá fjórði í mótaröðinni voru það skólar frá Vestfjörðum sem spreyttu sig. Þó skólarnir væru mjög jafnir var það Gr.á Ísafirði sem náði bestum árangri í heildina. Hálfdán Jónsson tók 31 upphífingu og 34 dýfur. Sigrún Gunndís Harðardóttir tók 34 armbeygjur. Þau Sigríður Magnea Jónsdóttir og Pétur Bjarnason sigruðu hraðaþrautina á 2.51 mín. En það var hún Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir frá Gr.á Þingeyri sem hékk lengst í hreystigreip eða 2.07 mín. Það varð því Gr.á Ísafirði sem sigraði riðilinn, Gr.á Þingeyri varð í öðru sæti og Gr.Bolungarvíkur endaði í 3.sæti. Skólar af Vestfjörðunum geta verið heldur betur stoltir af sínum skólum, hraustir og flottir krakkar sem standa sig frábærlega þó ekki geti þeir haft stuðningsmannalið sér til halds og traust. Það er langt að fara og það er einungis keppnisliðið og kennari sem mætir í mótið. Ferðakostnaður er mikill fyrir skóla sem þurfa að fara langar leiðir.



Fimmti riðill var riðill Vesturlands. Þar mættu liðin öll vel undirbúin og bætingar mátti sjá hjá mörgum skólum. Upphífingar sigraði Árni Ólafsson úr Gr.Borgarfjarðar og tók hann 39 stk. Armbeygjur sigraði einnig Gr.Borgarfjarðar, hún Fanney Guðjónsdóttir tók 42 stk. Gr.Borgarfjarðar stóð sig frábærlega því þeir sigruðu einnig dýfur, Árni Ólafsson tók þar 35 stk. Eftir dýfurnar tók Gr.Húnaþings vestra við sigurkefli greinanna. Dýfur sigraði Alexandra Rán Hannesdóttir og hékk hún í 3.20 mín. Lið Gr.Húnaþings vestra sigraði einnig hraðaþrautina sem gefur tvöföld stig. Þetta voru þau Rakel Ósk Ólafsdóttir og Hannes Ingi Másson og fóru þau brautina á 2.24 mínútur. Úrslit urðu því eftir gríðarlega spennandi keppni að Gr.Húnaþings vestra sigraði, Gr.Borgarfjarðar varð í öðru sæti og þriðja sætið átti Grundaskóli.



Í sjötta riðli mættu skólar úr Breiðholti,Árbæ,Grafarholti og Grafarvogi. Margir skólar mættu til leiks og sigrar í greinum skiptust bróðurlega á milli skóla. Upphífingar sigraði Eiður Rafn Gunnarsson úr Seljaskóla og tók hann 36 stk. Armbeygjur sigraði Lovísa Snorradóttir úr Ingunnarskóla og tók hún 63 stk. Það var hann Orri Steinn Guðfinnsson úr Kelduskóla (áður Víkurskóli) sem tók flestar dýfur eða 50 stk. Hreystigreipina sigraði Katrín Unnur Ólafsdóttir úr Foldaskóla og hékk hún í 3.37 mínútur. Það var svo lið Árbæjarskóla sem sigraði hraðaþrautina, þau Auður María Óskarsdóttir og Eiríkur Ari Eiríksson fóru brautina á tímanum 2.24 mín. Eftir þessa gríðarlega spennandi keppni þar sem ekki var nokkur leið að sjá hver myndi sigra var það lið Foldaskóla sem náði flestum stigum, Rimaskóli varð í öðru sæti og Árbæjarskóli í þriðja sæti. Í þessum riðli voru liðin mjög jöfn, enginn skóli var öðrum fremri, Foldaskóli var jafn og góður í gegnum alla keppnina og náði á endanum sigursætinu.



Sjöundi og seinasti riðill áður en haldið verður út á land voru skólar úr Hafnarfirði og af Reykjanesi. Árangrar í þessum riðli voru frábærir. Gríðarlegar bætingar hjá skólum á milli ára, jöfn og æsispennandi keppni. Upphífingar sigraði Patrekur Friðriksson úr Holtaskóla,tók hann 45 stk. Hann sigraði einnig dýfur og tók hann þar 54 stk. Mjög flottur árangur í báðum greinum. Íslandsmet var tvíslegið í armbeygjum. Fyrst var það hún Dóra Sóldís Ásmundsdóttir úr Lækjarskóla sem tók 107 stk og komst þar einni armbeygju yfir íslandsmetið sem var sett í fyrra af Snjólaugu Heimisdóttur í Giljaskóla 106 stk. En rétt á eftir Dóru Sóldísi  kom Jóhanna Júlía Júlíusdóttir úr Myllubakkaskóla og tók hvorki meira né minni en 177 armbeygjur. Það átti engin von á svona fjölda armbeygja.   Árangur þessara stúlkna er frábær. Það er alveg ljóst að þær hafa æft vel og samviskusamlega til að ná sínum markmiðum. Til hamingju stelpur !

Það var svo hún Elva Lísa Sveinsdóttir úr Njarðvíkurskóla  sem sigraði hreystigreipina og hékk hún í 4.42 mín.
Hraðaþrautina sigruðu þau Helena Rós Gunnarsdóttir og Guðjón Smári Níelsson úr Myllubakkaskóla, fóru þau brautina á 2.26 mín.
Sigurvegari riðilsins var Heiðarskóli. Þó þau hafi ekki sigrað neina grein þá voru þau með frábæran árangur í gegnum alla keppnina og náðu því á toppinn eftir síðust grein. Liðsheildin var góð, keppendur samheldnir og studdu vel hvorn annan, stuðningsmenn öflugir, allt small hjá Heiðarskóla þennan dag. Þetta geta allir gert ef markmið er sett :)  


Það sem stendur upp úr eftir fjóra riðla gærdagsins er hvað unglingarnir eru búnir að leggja mikið á sig til að ná sínum persónulega besta árangri. Allir sem mættu til keppni í gær voru í frábæru formi og sínum skóla algjörlega til fyrirmyndar. Það er öðruvísi að æfa í skólanum og koma svo í keppnina. Í keppninni eru önnur tæki og dómarar sem passa upp á að reglum sé fylgt. Þó þið hafið tekið fleiri armbeygjur eða upphífingar í skólanum þá er það alltaf þannig hjá öllum að þeir taka heldur færri þegar í mótið er komið. Aðstæðurnar eru aðrar.



Við segjum það aldrei nógu oft að íþróttakennararnir eru þeir sem gera Skólahreysti að því sem það er. Þeir eru lykillinn að því að Skólahreysti heldur áfram. Án þeirra væri Skólahreysti MS ekki til. Það sama má segja um stjórnendur skólanna. Allar okkar bestu þakkir til ykkar allra.


Eftirtaldir skólar eru komnir með rétt í úrslitakeppni í  Skólahreysti MS 26.apríl : Hvolsskóli,Lindaskóli,Hagaskóli,Gr.Ísafjarðar,Gr.Húnaþings vestra, Foldaskóli og Heiðarskóli.


Nú verður haldið á Egilsstaði. 15.mars er keppni í Íþróttahúsinu Tjarnarbraut sem hefst kl.14:00


Sjáumst þá Andrés og Lára og co
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook