Valmynd
Egilsstaðir 15.mars - mæting ofl

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Jæja, nú erum við í Skólahreysti MS 2012 að koma á Egilsstaði  næstkomandi fimmtudag 15.mars.  Mótið er í Íþróttahúsinu  Tjarnarbraut á Egilsstöðum og hefst það kl.14:00 - ætti því að vera að ljúka kl.15:40 - þar munu skólar af Austurlandi keppa.

Mæting keppnisliða er kl.13:00. Keppendur koma þá til Láru ritara og staðfesta sín nöfn, fá keppnisvesti og skólahreystiboli. Keppendur mega eiga bolina en skila vestunum eftir mótið. Varamenn fá einnig boli.
 
Keppendur fá medalíu en ekki varamenn. Fyrstu þrjú sætin fá gjafakörfur frá MS eins og verið hefur
Þá mega krakkarnir kíkja í brautina og æfa sig. Ef vilji er fyrir því þá er skólum velkomið að koma og æfa sig í brautinni kl.12:00 Hún verður tilbúin þá.
 
Mótið hefst kl.14:00. Dómari fer í gegnum allar reglur um kl. 13:30 Farið að taka upp kynningu með Rúv á milli 13:45 og 13.55 þar sem Edda og Haukur frá Rúv og Jónsi eru með ykkur.
 
Stuðningsmenn velkomnir eftir kl.13:00
 
Skyrdrykkir eru í boði fyrir keppendur,varamenn og kennara.
 
Ástæðan fyrir því að MS fær ekki að bjóða stuðningsmönnum/áhorfendum upp á skyrdrykki er sú að íþróttahúsin verða svo óhrein.  Þau verða því miður öll á floti í drykkjum og umbúðir um allt  því áhorfendafjöldinn er svo mikill.   Það verður mikill umgangur og ekki er hægt að vera með nógu margar ruslafötur handa öllum. Við fáum stundum þessa spurningu og því langaði okkur að setja hér þessar línur um þetta. 
 
Nú keppa fjórir keppendur í einu í upphífingum,dýfum og armbeygjum en annars er allt með sama sniði og verið hefur.
Okkur langar að minnast á að nú mega stelpur í armbeygjum ekki fara oftar upp með rassinn en tvisvar sinnum og í þriðja skiptið sem rassinn fer upp eru þær stoppaðar í greininni. Einnig er mjög gott að fara yfir allar reglurnar til upprifjunar - slóðin inn á þær : http://www.skolahreysti.is/Xodus.aspx?id=130&MainCatID=29&CatID=0
 
Svo er um að gera að spá  í meðaltölin í greinunum. Eins og þið sjáið þá er raunveruleikinn allt annar en nýja  metið  í armbeygjum.  Meðaltalið  er í kringum 27 stk. Sama má segja um upphífingar og dýfur. Algengast er frá 10 stk og upp í 25 stk. Það er það sem maður sér mest af.
Reykjahlíðarskóli kemur í fyrsta skipti á Egilsstaði núna. Hann hefur alltaf mætt til leiks á Akureyri. Við bjóðum hann velkominn í Egilsstaðariðilinn.
 
Hér eru skólarnir sem keppa og litir þeirra !

Fellaskóli, Fellabæ
Svartur

Grunnskóli Djúpavogs
Orange

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar
Bleikur

Grunnskóli Hornafjarðar
Grænn

Grunnskóli Reyðarfjarðar
Gulur

Grunnskólinn á Eskifirði
Ljósgrænn

Egilsstaðaskóli
Silfur

Grunnskólinn í Breiðdalshreppi
Blár

Nesskóli
Rauður

Seyðisfjarðarskóli
Dökkblár

Vopnafjarðarskóli
Ljósblár

Reykjahlíðarskóli
Fjólublár


Sendið mér línu ef ég er að gleyma eh.

Hlökkum mikið til að koma á Egilsstaði, sjáumst eldhress. 

Lára og Andrés
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook