Valmynd
Egilsstaðir - úrslit
 2312e123

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Áttundi riðill í Skólahreysti MS fór fram í Íþróttahúsinu Tjarnarbraut  15.mars.

Húsfyllir var af litríkum stuðningsmönnum sem létu ekki sitt eftir liggja að hvetja og styðja sinn skóla.


Til leiks mættu tólf skólar, Gr.Fáskrúðsfjarðar,Egilsstaðaskóli,Fellaskóli,Reykjahlíðarskóli,Vopnafjarðarskóli, Gr.Reyðarfjarðar,Gr.Hornafjarðar,Gr, í Breiðdalshreppi,Nesskóli,Seyðisfjarðarskóli,Gr.á Eskifirði og Gr.Djúpavogs.


Þessi riðill var sterkur og spennan gríðarleg fram á síðustu sekúntu.


Upphífingar sigraði Arnar Sær Karvelsson úr Gr.Fáskrúðsfjarðar og tók hann heil 46 stk. Hann sigraði einnig dýfur þar sem hann tók 37 stk.


Flestar armbeygjur tók Hekla Liv Maríasdóttir úr Nesskóla , náði hún 42 stk.


Hreystigreipina sigraði Arna Ormarsdóttir úr Gr.Reyðarfjarðar. Hékk hún í 3.36 mín.


Hraðaþrautina fóru hraðast þau Heiðdís Sigurjónsdóttir og Helgi Snær Gestsson. Þau fóru á tímanum 2.28 mínútur.


Staðan í mótinu eftir tvær greinar, upphífingar og armbeygjur var þannig að Gr.Fáskrúðsfjarðar var þá í fyrsta sæti með 23 stig, Egilsstaðaskóli með 19 stig og Vopnafjarðarskóli með 17.5 stig.


Staðan eftir fjórar greinar var sú að Gr.Fáskrúðsfjarðar var enn í fyrsta sæti með 39 stig, Vopnafjarðarskóli með 36,5 stig og Egilsstaðaskóli í því þriðja,hálfu stigi á eftir Vopnafjarðarskóla.


Þá var hraðaþrautin eftir sem gefur tvöföld stig. Fyrsta sætið gefur 24 stig, annað sætið 22 stig og svo koll af kolli. Þar sem Gr.Fáskrúðsfjarðar varð í fjórða sæti í hraðaþrautinni þá var sigursætið ekki þeirra. En það var Egilsstaðaskóli sem sigraði hraðaþrautina og Vopnafjarðarskóli endaði í öðru sæti og þar með náði Egilsstaðaskóli að skríða upp fyrir Vopnafjarðarskóla í stigum og endaði í fyrsta sæti og er því með þátttökurétt í úrslitum 26.apríl.
 
Nánari úrslit má lesa hér á síðunni inn á "úrslit"  - eins er hægt að sjá öll úrslit á Facebook
 
Síðustu tveir riðlarnir eru í Íþróttahöllinni á Akureyri 29.mars. 
 
Austurbæjarskóli og Holtaskóli eru þeir skólar sem eru með bestan árangur í öðru sæti  eftir þess átta riðla.  Svo er að sjá hvað gerist á Akureyri. 


 
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook