Valmynd
Akureyri

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sæl öll

Hér koma upplýsingar um mætingu og fleira á fimmtudaginn.

Tveir seinustu riðlarnir í Skólahreysti MS 2012 verða næsta fimmtudag 29.mars í Íþróttahöllinni.  Við munum  keyra þessa tvo riðla   saman en með sitthvorri stigatöflunni og sigurvegarar verða úr báðum riðlum. Til að koma til móts við riðilinn sem átti að vera kl.16:00 þá byrjar keppnin kl.14:00 og er til 15:50.  

Mæting liða er kl.13:00. Keppendur koma þá til Láru ritara og staðfesta sín nöfn, fá keppnisvesti og skólahreystiboli. Keppendur mega eiga bolina en skila vestunum eftir mótið. Varamenn fá einnig boli.
 
Keppendur fá medalíu en ekki varamenn. Fyrstu þrjú sætin í báðum riðlum fá gjafakörfur frá MS eins og verið hefur
Þá mega krakkarnir kíkja í brautina og æfa sig. Ef vilji er fyrir því þá er skólum velkomið að koma og æfa sig í brautinn kl.12:00 Hún verður tilbúin þá.
 
Mótið hefst kl.14:00. Dómari fer í gegnum allar reglur um kl. 13:30.   Farið er  að taka upp kynningu með Rúv á milli 13:45 og 13.55 þar sem Edda  Sif Pálsdóttir og Haukur Harðarson frá Rúv og Jónsi verða með krökkunum.   Edda og Haukur taka viðtöl við keppendur og Jónsi er kynnir í Höllinni. 
 
Stuðningsmenn  eru  velkomnir eftir kl.13:00
 
Skyrdrykkir eru í boði fyrir keppendur,varamenn og kennara.
Nú keppa fjórir keppendur í einu í upphífingum,dýfum og armbeygjum en annars er allt með sama sniði og verið hefur.
 
Okkur langar að minnast sérstaklega á að nú mega stelpur í armbeygjum ekki fara oftar upp með rassinn en tvisvar sinnum og í þriðja skiptið sem rassinn fer upp eru þær stoppaðar í greininni.   Ekki má líða lengri tími en 3 sek á milli beygja.  En farið verður vel yfir þetta með keppendum fyrir mótið.
 
Einnig er mjög gott að fara yfir allar reglurnar til upprifjunar - slóðin inn á þær :

Ykkar þáttur verður sýndur 10.apríl á Rúv.   Minnum á  facebook síðu okkar, þar koma  fréttir af mótunum og fullt af flottum myndum..... http://www.facebook.com/pages/Sk%C3%B3lahreysti/30969449301
 
 
Endilega hafið samband ef spurningar vakna.
 
Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll
Bestu kveðjur, Lára gsm 663-1112 og Andrés gsm 663-1111
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook