Valmynd
Akureyri úrslit

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 29.mars fóru fram tveir seinustu riðlarnir í Skólahreysti MS 2012 í Íþróttahöll Akureyrar. Stuðningsmenn skólanna létu ekki sitt eftir liggja. Sautjánhundruð gestir voru í húsinu þegar flest var og stuðningurinn í takt við fjöldann.

Í fyrri riðli öttu kappi skólar af Norðurlandi. Þetta voru Gr.Austan vatna,Gr.Fjallabyggðar,Árskóli,Hafralækjarskóli/Litlulaugaskóli, Varmahlíðarskóli,Dalvíkurskóli,Húnavallaskóli,Blönduskóli og Grenivíkurskóli.
 
Það var Anakin Avila úr Gr.austan vatna sem sigraði upphífingar og tók hann 43 stk.
 
Armbeygjur sigraði Guðbjörg Ósk Sigurðardóttir úr Grenivíkurskóla, hún tók 50 stk en hún sigraði einnig hreystigreip og hékk hún þar í 3.49 mín. Það er ekki algengt að sigurvegari í armbeygjum sigri einnig hreystigreip svo hér er dugleg og sterk stelpa á ferðinni.
 
Dýfur tók flestar hann Auðunn Þór Húnfjörð eða 37 stk.
 
Hraðabrautina á bestum tíma fóru þau Hugrún Pálsdóttir og Óli Björn Pétursson úr Árskóla á tímanum 2.25 mín.
 
Úrslit urðu þau að lið Árskóla varð í þriðja sæti, lið Gr.Austan vatna varð í öðru sæti og í fyrsta sæti urðu þau Sævar Freyr,Gunnar Freyr,Sonja og Rósanna úr Varmahlíðarskóla.

 
Í tíunda og seinast riðli Skólahreysti MS 2012 voru skólar frá Akureyri og Húsavík.
Þetta voru Giljaskóli,Hrafnagilsskóli,Glerárskóli,Brekkuskóli,Síðuskóli,Lundarskóli og Borgarhólsskóli.
 
Upphífingar sigraði hann Númi Kárason úr Giljaskóla og tók hann 43 stk. Hann sigraði einnig dýfur, tók hann 47 stk þar.
 
Armbeygjur sigraði Guðrún Jóna Þrastardóttir úr Glerárskóla, hún tók 50 stk.
 
Hreystigreipina sigraði Auður Kristín Pétursdóttir úr Síðuskóla. Hún hékk í 4.16 mín.
 
Hraðaþrautina sigruðu Guðrún Rut Guðmundsdóttir og Aron Tjörvi Gunnlaugsson úr Lundarskóla, fóru þau brautina á 2.21 mín.
 
Það varð á endanum lið Giljaskóla sem náði sigursætinu í riðlinum,hálfu stigi á undan Hrafnagilsskóla sem endaði í 2.sæti. Í þriðja sæti varð Lundarskóli.

Það sést vel þegar árangrar greina í báðum riðlum eru skoðaðir hve riðlarnir eru jafnir innbyrðis og gríðarlegar bætingar á milli ára. Unglingarnir eru augljóslega að leggja mikið á sig og eru sjálfum sér og öllum öðrum til fyrirmyndar.

Nú er öllum tíu riðlunum lokið og ljóst hverjir fara í úrslit og eins hvaða tveir uppbótarskólar komast inn.
 
Í úrslitum verða : Hvolsskóli,Lindaskóli,Heiðarskóli/Reykjanesbæ,Foldaskóli,Hagaskóli,Gr.Vestur Húnvetninga, Gr á Ísafirði, Egilsstaðaskóli,Varmahlíðarskóli og Giljaskóli. Uppbótarskólar eru Holtaskóli í Reykjanesbæ og Austurbæjarskóli.
 
Úrslitin verða 26.apríl í Laugardalshöll kl.20:00 í beinni útsendingu á Rúv.

Meira um það eftir páska – nú er bara að njóta þess að fara í páskafrí - takk allir fyrir frábærar keppnir.

Gleðilega páska
Andrés og Lára

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook