Valmynd
Úrslit í Laugardalshöll í kvöld kl.20:00

                                                                                                                                                                                                
 
 
 
 Í dag, fimmtudaginn 26.apríl, er komið að úrslitum í Skólahreysti MS 2012.
 
Þau verða í Laugardalshöll í beinni útsendingu á Rúv og hefjast kl. 20:05 – 22:00
 
Tíu undanriðlum er nú lokið sem fram fóru á landsvísu.
 
Tólf skólar munu keppa til úrslita og eru þeir: Foldaskóli, Giljaskóli, Lindaskóli, Heiðarskóli, Hvolsskóli, Grunnskóli Húnaþings vestra, Egilsstaðaskóli, Grunnskólinn á Ísafirði, Varmahlíðarskóli og Hagaskóli.
 
Tvö uppbótarlið koma einnig inn svo liðin verði tólf. Eru það þau lið sem voru með bestan árangur í öðru sæti en það eru Holtaskóli og Austurbæjarskóli.
 
Keppnir í undanriðlum voru gríðarlega jafnar  og spennandi. Unglingarnir bæta sig í árangri ár frá ári. Í mörgum riðlum náðist sigursætið á síðustu sekúndu og sigurliðið hálfu stigi ofar en liðið sem endaði í öðru sæti.
 
Eitt helsta afrek riðlanna var þegar Jóhanna Júlía Júlíusdóttir úr Myllubakkaskóla setti nýtt Íslandsmet í armbeygjum. Tók hún alls 177 armbeygjur! Bróðir hennar  Eyþór Ingi Júlíusson á einnig Íslandsmetið í upphífingum sem hann setti 2009 og enginn hefur enn komist nálægt eða 58 stykki.
 
 
Það er því alveg ljóst að keppnin í kvöld   verður gríðarlega hörð, jöfn og spennandi.
 
Stuðningsmenn skólanna munu fylla Laugardalshöll í litríkum klæðum. Það er frítt inn og allir velkomnir. 


 
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook