Valmynd
Holtaskóli í Reykjanesbæ sigrar annað árið í röð
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Úrslit í Skólahreysti MS 2012

Spennan í Laugardalshöll var gríðarlega þegar úrslitakeppni í Skólahreysti MS 2012 fór fram Laugardalshöll í kvöld. Hátt á þriðja þúsund manns mættu til að horfa á keppnina sem fram fór í beinni útsendingu á Rúv.
 
Það voru tólf skólar sem kepptu til úrslita, Gr.á Ísafirði,Varmahlíðarskóli,Giljaskóli,Foldaskóli,Egilsstaðaskóli,Gr.Húnaþings vestra,Austurbæjarskóli,Lindaskóli,Hvolsskóli,Hagaskóli,Heiðarskóli og Holtaskóli.
Heiðarskóli í Reykjnesbæ,Lindaskóli,Hagaskóli og Holtaskóli gældu allir við efstu þrjú sætin alla keppnina. Holtaskóli hafði titil að verja frá fyrra ári.
 
Upphífingar sigraði Leifur Þorbjarnarson úr Hagaskóla og tók hann 46 stk. Númi Kárason úr Giljaskóla varð annar og tók hann 45 stk. Valgarð Reinhardsson úr Lindaskóla varð þriðji með 44 stk.
 
Armbeygjur sigraði Írena Sól Jónsdóttir úr Heiðarskóla í Reykjanesbæ og tók hún 60 stk. Annað sætið tók Diana Symskyte, tók hún 58 stk. Í þriðja sæti varð Eygló Arna Guðnadóttir með 57 stk.
 
Heildarstaðan eftir tvær greinar var því þessi : Hagaskóli með 23 stig,Lindaskóli með 19 stig og Hvolsskóli með 17,5 stig.
 
Stórglæsilegt íslandsmet var sett í dýfum. Valgarð Reinhardsson úr Lindaskóla sýndi enn og aftur gríðarlega hæfileika sína í dýfum og sló eigið íslandsmet sem var 85 stk og tók hvorki meira né minna en 101 dýfu. Í öðru sæti varð Patekur Friðriksson úr Holtaskóla með 54 stk. Í þriðja sæti varð Númi Kárason úr Giljaskóla með 52 stk.
 
Í hreystigreip var það hún Írena Sól Jónsdóttir úr Heiðarskóla sem hékk í 4.15 mín. Edda Líf Jónsdóttir úr Austurbæjarskóla varð í öðru sæti með 4.09 mín og í þriðja sæti varð Eydís Ingadóttir úr Holtaskóla sem hékk í 3.45 mín.
 
Heildarstaðan fyrir hraðaþraut var : Heiðarskóli og Holtaskóli voru jafnir í fyrsta og öðru sæti með 38 stig . Í þriðja sæti var Lindaskóli með 36 stig. Austurbæjarskóli með 30,5 stig, Giljaskóli með 29 stig.
 
Hraðaþrautina sigraði Holtskóli, þau Sara Rún Hinriksdóttir og Guðmundur Ólafsson fóru brautina á 2.14,67 mín. Í öðru sæti voru Rakel Ósk Ólafsdóttir og Hannes Ingi Másson úr Gr.Húnaþings vestra á tímanum 2.14,77 mín. Heiðarskóli varð í þriðja sæti, Birta Dröfn Jónsdóttir og Anton Freyr Hauksson fóru brautina á tímanum 2.17,60 mín.
 
Á endanum fór keppnin svo að Holtaskóla tókst að verja titil sinn frá síðasta ári. Þau Patrekur Friðriksson,Eydís Ingadóttir,Sara Rún Hinriksdóttir og Guðmundur Ólafsson sigrðu keppnina með 62 stigum. Lið Heiðarskóla varð í öðru sæti, þau Leonard Sigurðsson, Írena Sól Jónsdóttir,Birta Dröfn Jónsdóttir og Anton Freyr Hauksson náðu sér í 58 stig. Í þriðja sæti enduðu þau Leifur Þorbjarnarson,Diana Symskyte,Edda Hulda Ólafardóttir og Benjamín Þorlákur Eiríksson með 43 stig.
 
Þetta er í fyrsta skipti sem skóli nær sigri tvö ár í röð í úrslitum svo það er alveg ljóst að Holtaskóli sinnir Skólahreysti af krafti og áhuga sem og margir aðrir skólar landsins.
 
Glæsilegt íslandsmet Valgarðs Reinhardssonar úr Lindaskóla setti heldur betur skemmtilegan svip á keppnina.
 
Upp úr stendur einnig gríðarlegur fjöldi flottra stuðningsmanna skólanna og annara áhorfenda sem hvöttu sína menn áfram af öllum mætti.
Viljum þakka öllum skólum, unglingum, íþróttakennurum og stjórnendum skólanna fyrir að taka þátt í þessu verkefni með okkur enn eitt árið.
 
Ekki síst þökkum við hjá Skólahreysti Mjólkursamsölunni fyrir að standa með okkur ár eftir ár. Mjólkursamsalan er grundvöllur þess að Skólahreysti er til á Íslandi.
 
Þökkum einnig ómetanlegu starfsmönnum og öllum öðrum sem að þessu verkefni koma.
Einkenni allra þeirra sem að verkefninu koma, alveg sama hver á í hlut, þeir eru í þessu af jákvæðni, velvilja og einbeitingu um að gera sitt allra besta.
 
Góðar stundir þar til næst
 
Andrés og Lára

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook