Valmynd
Foldaskóli sigraði 1.riðil í Skólahreysti 2008

 
Skólahreysti 2008 byrjaði af krafti í gær þegar keppendur, stuðningsmannalið og áhorfendur úr 14 skólum  af höfuðborgarsvæðinu komu í Íþróttahúsið í Austurbergi í gær.  Keppendur þessara skóla  voru í frábæru formi og tókust á í fjölbreyttum Skólahreystiþrautum.
 
Áhorfendur troðfylltu húsið  og stuðningsmannaliðin blómstruðu á pöllunum.  Þar fremst í fríðum flokki  var stuðningsmannalið Hólabrekkuskóla.  Berir mallakútar með áletrunum, trommur og skilti.  Takk allir stuðningsmenn og áhorfendur !  Þið eruð frábær ! 

Jónsi úr Svörtum fötum verður kynnir í sjónvarpsþáttunum í vetur  og þar sem hann er svo ótrúlega frábær, fyndinn og ljúfur, þá verður skemmtileg keppni ennþá skemmtilegri með honum.

Ívar Guðmundsson útvarpsmaður er kynnir á gólfi.  Hann geislar af hreysti og heilbrigði og frábært að hafa hann áfram með okkur. 
 
Eftirtaldir skólar komu og kepptu :  Borgaskóli, Breiðholtsskóli, Engjaskóli, Fellaskóli, Foldaskóli, Hólabrekkuskóli, Húsaskóli, Korpuskóli, Laugalækjarskóli, Rimaskóli, Seljaskóli, Víkurskóli, Vogaskóli og Ölduselsskóli.  
 
Lið Foldaskóla sem sjá má á myndinni hér að ofan sigraði eftir jafna og harða keppni.  Þau heita frá vinstri : Berglind Sesselía Bjarnadóttir, Eva Hlín Harðardóttir, Viktor Guðbergsson og Pálmi Rafn Steindórsson.   Þau sigruðu eina grein. Eva Hlín tók hvorki meira né minna en 60 armbeygjur. Hana  vantaði bara fimm armbeyjur í viðbót til að ná Skólahreystimetinu sem er 65 stk. sem hún Fríða Rún úr Lindaskóla á.
 
Laugalækjarskóli varð í öðru sæti með 63 stig og í þriðja sæti endaði Ölduselsskóli með 57 stig.   Nánari úrslit eru að finna undir úrslit móta.
 
Allir keppendur fengu medalíur  og armbönd og þrjú efstu sætin fengu  gómsætar ostakörfur frá MS.
 
 
Það er augljóslega mikil bæting á milli ára hjá keppendum í Skólahreysti.    Það er  ekki að sjá á þessu flotta unga fólki að hreyfingarleysi hrjái það, þvert á móti.      Viljum þakka íþróttakennurum landsins fyrir að sinna Skólahreysti eins vel og raun ber vitni.

Nú er bara að kíkja á þáttinn sem verður á Skjá einum næst komandi þriðjudagskvöld kl.20:00.    
 
 Frískir, flottir,  og hraustir  Skólahreystikeppendur  framundan á Skjá einum.  
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook