
Austurland 11.mars 2013 - Skólahreysti MS kl.13:00
Mæting til keppni – í Íþróttahúsið Tjarnarbraut - sjá einnig á Facebook
Mæting keppenda er kl.12:00. Þá koma keppendur og varamenn til ritara og fá boli og keppendur fara yfir nöfn svo allt sé hárrétt skráð í bækur. Keppendur fá litaskipt vesti sem skila þarf eftir mót. Bjóðum upp á skyrdrykki frá MS fyrir keppnislið og kennara. Brautin verður samt tilbúin og uppsett kl.11.00 svo þá mega þeir sem geta koma og æfa.
Varðandi stuðningsmannaliðin. Húsið opnar kl.12:00 Við leggjum við mikið upp úr því að skólar sitji saman í stúkunni. Stuðningsmenn skólanna sem eru að koma með skólunum hafa forgang í stúkuna og Gulli Helga stjórnar því með harðri hendi að skólar sitji saman og þeir fái pláss. Áður en mótið hefst er hann með nafnakall á skólana. Láta okkur vita ef þið eruð að verða sein því þá pössum við að halda plássi frá ( hringja þá í Lára 663-1112 eða Andrés 663-1111) Það er auðvitað erfiðara þegar stúkan er orðin full en á alveg að vera hægt. Eh hafa þurft að fara niður á gólf og það verður örugglega þannig líka núna, þetta er vinsæll viðburður en við reynum að gera okkar besta í þessu.
Mótið er að klárast um kl.14:45
Okkur þætti vænt um að krakkarnir séu í svörtum buxum en það er alls engin skylda.
Gott að fara vel yfir reglurnar og slóðin inn á þær er : http://www.skolahreysti.is/Xodus.aspx?id=130&MainCatID=29&CatID=0
Allir keppendur fá medalíu og þrjú efstu sætin fá
gjafakörfurnar góðu frá MS. Fyrsta sætið fær þátttökurétt í úrslitakeppni
Skólahreysti MS 2013 í Laugardalshöll 2.maí. Það eru
tíu riðlar að venju og tíu efstu liðin sem komast í úrslit en
einnig tökum við alltaf tvö uppbótalið inn svo tólf lið keppa til úrslita.
Uppbótaliðin eru lið sem lent hafa í öðru sæti í öllum
keppnunum með tvo bestu árangrana. Aðferð : Við
tökum öll liðin úr öðru sæti, stillum upp nýju móti í stigatöflu og fáum þannig
út árangur liðanna. Við höfum á hverju ári, bara til öryggis
tekið einnig öll liðin sem hafa orðið í þriðja sæti en aldrei hefur það gerst
að það lið með bestan árangur í þriðja sæti hafi verið með betri árangur en
uppbótaliðið í öðru sæti. Svo þessi regla að taka liðin í öðru sæti er að
gefast vel.
Nafn
skóla |
litir |
Brúarárskóli |
ljósgrænn |
Egilsstaðaskóli |
svartur |
Fellaskóli,
Fellabæ |
silfur |
Grunnskóli
Djúpavogs |
gulur |
Grunnskóli
Fáskrúðsfjarðar |
rauður |
Grunnskóli
Hornafjarðar |
orange |
Grunnskóli
Reyðarfjarðar |
dökkblár |
Hallormsstaðaskóli |
bleikur |
Nesskóli |
blár |
Seyðisfjarðarskóli |
fjólublár |
Vopnafjarðarskóli |
ljósblárLitir |
Rúv býr til 30 mínútna þætti og fer fyrsti þáttur í loftið þriðjudaginn 26.mars kl.20:00
Litir skólanna :
Brúarárskóli - ljósgrænn
Egilsstaðaskóli - svartur
Fellaskóli - silfur
Gr.Djúpavogs - gulur
Gr.Fáskrúðsfjarðar - rauður
Gr.Hornafjarðar - appelsínugulur
Gr.Reyðarfjarðar - dökkblár
Hallormsstaðaskóli - bleikur
Nesskóli - blár
Seyðisfjarðarskóli - fjólublár
Vopnafjarðarskóli - ljósblár
Sjáumst hress á Egilsstöðum og vonum að veðrið verðí súper :) Andrés og Lára og co