Valmynd
úrslit 1.riðill - EgilsstaðaskóliSkólahreysti MS 2013 hófst í gær 11.mars í Íþróttahúsinu Tjarnarbraut á Egilsstöðum.  Íþróttahúsið var stútfullt af stuðningsmönnum að venju og hrikalega mikil stemning  

Það voru unglingar frá ellefu skólum mættir til leiks sem með hraustlegri og skemmtilegri framgöngu bjuggu til frábært mót.  Skólarnir sem kepptu voru Egilsstaðaskóli,Gr.Hornafjarðar,Gr.Reyðarfjarðar,Gr.Fáskrúðsfjarðar,Fellaskóli Fellabæ,Vopnafjarðarskóli,Gr.Djúpavogs,Seyðisfjarðarskóli,Nesskóli og Hallormsstaðaskóli.   

Ásmundur Þór Þórarinsson úr Egilsstaðaskóla sigraði upphífingar og dýfur. Tók 36 upphífingar og 26 dýfur.  Þórunn Amanda Þráinsdóttir úr Gr.Djúpavogs sigraði armbeygjur og tók 41 stk.  Það var Adna Mesetovic úr Gr.Fáskrúðsfjarðar sem sigraði hreystigreip og hékk í 3.40 mínútur. Hraðaþrautina sigruðu þau Anna Soffía Ingólfsdóttir og Þórir Kristinn Olgeirsson úr Gr.Hornafjarðar.  

Eftir gríðarlega spennandi keppni þar sem sigurinn var ekki ljós fyrr en hraðaþraut lauk var það Egilsstaðaskóli sem sigraði með 51,5 stig.  Gr.Fáskrúðsfjarðar aðeins einu stigi  á eftir með 50.5 stig og Gr.Reyðarfjarðar einu og hálfu stigi á eftir þeim með 49 stig.   Líklegast hefur keppnin á Egilsstöðum aldrei verið eins jöfn og í ár.  Allt frábær lið. Nánari úrslit og árangra er að sjá hérna á síðunni undir "úrslit móta"  

Fyrsti þáttur af Skólahreysti MS 2013 verður sýndur þriðjudaginn 26.mars kl.20:00 og svo vikulega á þriðjudagskvöldum. 

Allt glæsilegir unglingar - flottar fyrirmyndir fyrir ungu kynslóðina.   Það eru hetjur skólanna sem komast í gegnum erfiða Skólahreystikeppni :) 

Við þökkum  fyrir frábærar móttökur að venju, alltaf gott að koma á Egilsstaði og hitta hrausta og flotta Austfirðinga. 

Næstu þrír riðlar verða 13.mars í Smáranum í Kópavogi,nánar um það í næstu frétt 
Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook