Valmynd
úrslit 2 riðill- Vallaskóli


Í gær 13.mars fór fram 2. undanúrslitariðill í Skólahreysti MS 2013.  Þar öttu kappi skólar af Suðurlandinu hrausta.   

Stuðningsmenn skólanna brugðust ekki þó vegalengd þyrftu að fara og fylltu Íþróttahúsið í Smáranum í Kópavogi.  

Í upphífingum urðu efstir og  jafnir Þorsteinn Helgi frá Gr.í Þorlákshöfn og Kristján Páll úr Hvolsskóla og tóku þeir 41 stk.

Armbeygjur sigraði Harpa Hlíf Guðjónsdóttir úr Vallaskóla og tók hún 38 stk.

Dyfur sigraði Ægir úr Flóaskóla og tók hann 35 stk.

Í hreystigreip hékk lengst Elín Hrönn Jónsdóttir úr Gr.í Hveragerði 

Hraðaþrautina sigruðu þau Rannveig og Eysteinn Máni úr Vallaskóla á tímanum 2.30 mínútur.  

Úrslit urðu þau að Vallaskóli sigraði með 63 stig. í öðru sæti varð Hvolsskóli með 53,5 stig og í því þriðja varð Gr. í Þorlákshöfn með 46,5 stig.   

Öll nánari úrslit og árangra er að finna hér á síðunni undir "úrslit móta" 

fyrsti þáttur af fimm verður sýndur á Rúv 26 mars kl.20:00  

Sjáum sigurlið Vallaskóla á myndinni hér að ofan ásamt kennurum 

Til hamingju Vallaskóli Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook