Valmynd
úrslit 3 riðill - Lindaskóli


























3.riðill í Skólahreysti MS fór fram í Smáranum í Kópavogi í gær 13.mars.  Þar öttu kappi skólar úr Kópavogi,Mosfellsbæ,Garðabæ,Álftanesi og Kjalarnesi.

Að venju stóðu stuðningsmenn sig í stykkinu og fylltu húsið af spennu og fjöri.  

Upphífingar sigraði Haraldur Holgeirsson úr Garðaskóla og tók hann 43 dýfur.

Armbeygjur sigraði Ingibjörg Petrea Ágústsdóttir úr Lindaskóla, tók hún 52 stk. 

Dýfur sigraði Sigurður Jóel Sigurðsson úr Lágafellsskóla og tók hann 41 stk.

Hreystigreip sigraði Ingibjörg Petrea úr Lindaskóla og hékk hún í 3.30 mínútur. 

Hraðaþrautina sigruðu svo Heiða Rut Halldórsdóttir og Arnór Breki Ásþórsson úr Lágafellsskóla á tímanum 2.17 mínútur.

Úrslit voru að Lindaskóli sigraði með 79 stig, Varmárskóli varð í öðru sæti með 73 stig og í þriðja sæti varð Lágafellsskóli með 72 stig. 

Við sjáum mynd af sigurliði Linaskóla hér að ofan sem nú hefur tryggt sér sæti í úrslitum 2.maí 

til hamingju Lindaskóli ! 

























Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook