Valmynd
úrslit 4 riðill - Laugalækjarskóli
Laugalækjarskóli

4.riðill í Skólahreysti MS 2013 fór fram í Íþróttahúsinu í Smáranum í Kópavogi í gær 13.mars.   Vesturbær/Austurbær og Seltjarnarnes öttu kappi í þessum riðli.

Umtalaðir voru frábærir stuðningsmenn þessara skóla, hvílíkur kraftur og fjör sem fyllti húsið.  Sjaldan hefur annað eins sést. 

Það var Halldór Dagur Jósefsson úr Austurbæjarskóla sem sigraði upphífingar með 38 stk.

Armbeygjur sigraði Guðrún Lind Ásmarsdóttir úr Langholtsskóla og tók hún 44 stk.

Dýfur sigraði Halldór úr Austurbæjarskóla einnig og tók hann 41 dýfu. 

Hreystigreip sigraði Ásta Sigríður Flosadóttir úr Réttarholtsskóla á tímanum 3.26 mínútur.

Hraðaþrautina sigruðu þau Hildur Karen Jónsdóttir og Ernir Jónnsson úr Laugalækjarskóla á tímanum 2.12 mínútum. 

Úrslit urðu þau að lið Laugalækjarskóla sigraði með 48 stig, í öðru sæti varð lið Austurbæjarskóla með 43,5 stig og lið Valhúsaskóla í þriðja sæti með 42,5 stig. 

Við sjáum mynd af sigurliði Laugalækjarskóla hér að ofan 

Til hamingju Laugarlækjarskóli ! 


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook