Valmynd
úrslit 5 riðill - Grundaskóli

Fimmti riðill í Skólahreysti  MS  fór fram í gær í Smáranum í Kópavogi.  

Mikla dýrð var að sjá á áhorfendapöllum.  Stuðningsmenn búnir að vinna heimavinnuna sína upp á 10 og mikil stemning.

Í þessum riðli öttu kappi skólar af Vesturlandi.   Keppnin var spennandi og jöfn. 

Í upphífingum var það Árni Ólafsson úr Grunnskólanum í Borgarfirði sem tók 40 stk og sigraði hann þá grein.

Armbeygjur sigraði Magðalena Lára Sigurðardóttir úr Grundaskóla á Akranesi. Tók hún 54 stk.

Það var svo Kristinn Bragi Garðarsson úr Grundaskóla sem sigraði dýfur, tók hann 55 stk. 

Hreystigreip sigraði Sesselja Rós Guðmundsdóttir og hékk hún í 2,56 mínútur.

Hraðast í gegnum hraðaþrautina fóru þau Sólrún Sigþórsdóttir og Sigurður Ívar Erlendsson úr Brekkubæjarskóla á tímanum 2,32 

Í lok keppni stóð lið Grundaskóla uppi sem sigurvegarar með 33 stig.  Lið Gr.Borgarfjarðar í öðru sæti,  aðeins einu stigi neðar með 32 stig og svo lið Brekkubæjarskóla í því þriðja með 29 stig.  

Við sjáum mynd af sigurliði 5.riðils hér að ofan.  Til hamingju Kristinn Bragi, Atli Vikar, Magðalena Lára og Júlía Björk og allur Grundaskóli :) sjáumst í úrslitum 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook