Valmynd
úrslit 6 riðill - Gr.á Ísafirði


Í sjötta riðil í Skólahreysti MS mættu flottir unglingar af Vestfjörðum.    Keppnin fór fram í Smáranum í Kópavogi í gær 14.mars.

Þar sem Vestfirðingar koma langt og  peningasjóðir skólanna eru ekki digrir þessi misseri njóta hreystimennin sem í keppnana fara ekki stuðnings samnemenda sinna úr skólunum þar sem það er kostnaðarsamt að fara með heilu bekkinaá mótsstað á höfuðborgarsvæðinu.  Það láta ungmennin ekki á sig fá og með hreysti og hugrekki í farteskinu fara þau í gegnum mótið á eigin viljastyrk og líkamsstyrk með glæsibrag. 

Upphífingar tók flestar Natan Elí Finnbjörnsson úr Gr.Bolungarvíkur, tók hann 32 stk.

Armbeygjur sigraði Særós Guðný Jónsdóttir úr Gr.á Þingeyri og tók hún 24 stk.

Dýfur sigraði Patrekur Brimar Viðarsson, tók hann 21 stk og hreystigreipina sigraði Hafdís Helga Bjarnadóttir úr Gr. Tálknafjarðar og hékk hún í 2.28 mínútur. 

Hraðaþrautina sigruðu þau Jóhanna Jörgensen og Sindri Þór Hafþórsson úr Gr. á Ísafirði á tímanum 3.29 mínútur. 

Það var svo Gr.á Ísafirði sem hlaut flest stig eða 18 stig.  Gr.Þingeyrar varð í öðru sæti með 17 stig og Gr.Bolungarvíkur í því þriðja með 13 stig.

Til hamingju Petrekur Brimar,Friðrik Þórir, Elín Ólöf og Aldís  :)   flottust !  


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook