Valmynd
úrslit 7 riðill - Breiðholtsskóli






























Í sjöunda riðil í Smárann í Kópavogi í gær 14.mars mættu skólar úr Breiðholti,Árbæ,Grafarholti og Grafarvogi í Skólahreysti MS 2013 

Baráttan var hörð og jöfn og alveg ljóst að allir skólarnir voru vel undirbúnir og hraustir, bæði keppendur og stuðningsmenn. 

Upphífingar tók flestar Pétur Andri Jónsson úr Breiðholtsskóla og tók hann 42 stk.  Í armbeygjur fór hún Lára Sóllilja Óskarsdóttir líka úr Breiðholtsskóla og tók hún þær flestar eða 36 stk.   
Dýfur sigraði svo Arnþór Daði Jónsson úr Seljaskóla og tók hann 52 stk.  Hreystigreipina sigraði Thelma Lind Kristjánsdóttir úr Hólabrekkuskóla og hékk hún í 2,50 mínútur.

Hraðaþrautina á leifturhraða fóru þau Hulda Hrund Arnarsdóttir og Aron Ingi Kevinsson, á tímanum 2,17 mínútur.   Besti tími ársins hingað til - glæsilegt. 

Úrslit urðu þau að í þriðja sæti varð Seljaskóli með 36 stig, Árbæjarskóli í öðru sæti með 36,5 stig og Breiðholtsskóli sigraði með 45 stig. 

Innilega til hamingju Breiðholtsskóli :) 




Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook