Valmynd
Hagaskóli sigraði 2.riðil
 
Keppendur úr Hagaskóla  stóðu  sig frábærlega vel í 2.riðli í Skólahreysti sem fram fór í Íþróttahúsinu í Austurbergi síðast liðinn fimmtudag.
´
Íþróttahúsið var troðfullt af hressum stuðningsmönnum og áhorfendum og stemningin í húsinu var snilld.   Stuðningsmannalið Ingunnarskóla blómstraði heldur betur á pöllunum og átti kvöldið í hvatningarsnilld og flottum skiltum. 
 
Hagskóli átti samt ekki  sigurinn vísan því krakkarnir úr  Háteigsskóla og 
Valhúsaskóla  voru engin lömb að leika sér við.  Þeir  stóðu sig einnig meistaralega vel og lendu í 2 - 3 sæti með 44 stig og voru aðeins einu stigi frá sigurliði.   Sem sagt afskaplega hörð og þræl spennandi keppni. 
 
Krakkarnir úr Hagaskóla eru á myndinni hér að ofan  og heita : efri röð : Jón Reynir Reynisson og Anna Jia og neðri röð Tinna Óðinsdóttir og Jón Sigurður Gunnarsson.    Það er alltaf gaman þegar  skólahreystimet er slegið og Hagaskóla tókst að slá eitt slikt.  Jón Sigurður Gunnarsson tók 56 dýfur og tók þar með tveggja ára gamalt met Helga Steinssonar úr Réttarholtsskóla sem var 54 dýfur.   Til hamingju með það Jón og Hagaskóli :)       
 
Þrjú efstu sæti í hverri grein  : 
 
Upphífingar : Háteigsskóli / Atli Jasonarson 39 stk. /  2.sæti : Hagskóli 38 stk. / 3.sæti Austurbæjarskóli / Alexander J.Ásgeirsson 26 stk.
 
Armbeygjur : Valhúsaskóli / Fanney Hauksdóttir 49 stk. / 2.sæti : Árbæjarskóli /Viktoría Pétursdóttir 44 stk. 3.sæti : Austurbæjarskóli / Agnes Sutö 39 stk.
 
Dýfur : Hagaskóli / Jón Sigurður Gunnarsson 56 stk. / 2.sæti Atli Jasonarson 30 stk. / 3.sæti Valhúsaskóli / Stefán Atli Tryggvason 27 stk.
 
Hreystigreip : Álftamýraskóli / Eydís Blöndal 03:29 mín. Hagaskóli / Tinna Óðinsdóttir 03:20 mín / 3.sæti Árbæjarskóli / Viktoría Pétursdóttir 03:06 mín.
 
Hraðaþraut : 1.sæti Réttarholtsskóli / Brynja Ásgeirsdóttir og Jón Bjarni Einarsson  02:42 mín./ 2.sæti Valhúsaskóli / Eva Katrín Friðgeirsdóttir og Kristófer Þór Magnússon 02:51 mín / 3.sæti Háteigsskóli Inga Rán Reynisdóttir og Marteinn Pétur Urbancic 02:57 mín.
 
Hér eru allir skólar sem kepptu í 2. riðli og lokaúrslit :
 
1.sæti  Hagaskoli  45 stig
2-3 sæti Háteigsskóli 44 stig
2-3 sæti Valhúsaskóli 44 stig
4.sæti Réttarholtsskóli 42,5 stig
5 sæti Austurbæjarskóli 33 stig
6 sæti Hlíðaskóli 31,5 stig
7 sæti Ingunnarskóli 31 stig
8 sæti Árbæjarskóli 30 stig
9.sæti Álftamýraskóli 23 stig
10 sæti Hamraskóli  6 stig
 
Eftir tvo riðla af tíu eru Foldaskóli og Hagaskóli komnir í úrslit í Laugardalshöll 17.apríl.

Sýndur verður þáttur frá þessu móti  á Skjá einum næsta þriðjudagskvöld kl.20:00 -  Ekki missa af honum. 
 
Sjáumst hress í 3. og 4 riðli í Skólahreysti 2008 í Íþróttahúsi Breiðabliks í Fífunni  næsta fimmtudag 31.janúar.  Fyrri riðill kl.16:00 og sá síðari kl.19:00     
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook