Valmynd
úrslit 8 riðill - Holtaskóli


Í áttunda riðli í Skólahreysti MS 2013 sem fram fór í Smáranum í Kópavogi í gær 14.mars kepptu skólar frá Reykjanesi og úr Hafnarfirði.

Íþróttahúsið var þéttsetið  af skrautlegum stuðningsmönnum sem létu ekki sitt eftir liggja að styðja sinn skóla á hraustlegan og skemmtilegan hátt og glæsilegt íslandsmet var sett.  

Allir skólar af þessu svæði komu til keppni, hver öðrum betri og sterkari og fimm skólar skiptu á milli sín sigursætunum í greinunum fimm og það segir mikið til um hve sterkur riðill þetta var.  

Það var Daníel Askur Ingólfsson úr Setbergsskóla sem sigraði dýfur, tók hann 44 stk. 

Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir úr Víðistaðaskóla tók glæsilegar 58 armbeygjur og sigraði þá grein.

Dýfurnar sigraði Dagur Funi Brynjarsson úr Myllubakkaskóla og tók hann 40 stk.   

Í hreystigreip var sett nýtt glæsilegt íslandsmet.  Það var Birta Jónsdóttir úr Varmárskóla sem átti gamla metið og var það 6.28 mínútur.  Það var umtalað að það yrði seint slegið og enginn  í raun komist nálægt því síðan það var sett 2010.  Í gær varð breyting á því.   Það var hún Elva Lísa Sveinsóttir úr Njarðvíkurskóla sem hékk í heilar 11.08 mínútur.  Það ætlaði allt um koll að keyra í íþróttahúsinu þegar hún fór yfir 6.28 mínútur - og enn meiri urðu lætin þegar hún fór yfir 10 mínútur.  Endanlegur tími varð svo 11,08 mínútur.   Til hamingju Elva Lísa  

Hraðaþrautina sigraði lið Heiðarskóla.  Þau Elfa Falsdóttir og Anton Freyr Hauksson fóru á tímanum 2;21 mínútur.  

Eftir æsispennandi keppni stóð lið Holtaskóla uppi sem sigurvegarar með 80 stig.   Þau stóðu sig vel í öllum greinum.  Kolbrún Júlía Newman varð í öðru sæti í armbeygjum og hreystigreip, tók 56 armbeygjur og hékk í 4.32 mínútur.  Ingibjörg Sól Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson urðu í öðru sæti í hraðaþraut á tímanum 2.22 mínútur.  

Í öðru sæti varð lið Myllubakkaskóla með 77,5 stig og lið Heiðarskóla í þriðja sæti með 65,5 stig.  


Til hamingju Theodór,Guðmundur,Ingibjörg Sól og Kolbrún Júlía Nú eru átta riðlar búnir og átta skólar komnir í úrslit í Laugardalshöll 2.maí.  Þetta eru í réttri riðlaröð : Egilsstaðaskóli, Vallaskóli á Selfossi, Lindaskóli í Kópvogi, Laugalækjarskóli, Grundaskóli á Akranesi, Gr.á Ísafirði, Breiðholtsskóli og Holtaskóli í Reykjanesbæ.  

Nú er ferðinni heitið á Akureyri í næstu viku.  Nánar tiltekið 20.mars kl.13:00  verðum við í Íþróttahöllinni á Akureyri.  Þar verða tveir riðlar.  Að þeim loknum  er ljóst hvaða tíu skólar verða í úrslitum.  Það eru  tólf skólar í úrslitakeppninni og við  þessa tíu  bætast  tveir uppbótaskólar við.  Það eru skólar sem lentu í öðru sæti og með bestan árangur.  


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook