Valmynd
Norðurland -9 og 10 riðill á Akureyri 20.mars


Skólahreysti MS verður á Akureyri á morgun miðvikudag 20.mars.  Íþróttahöllin kl.13:00 - 15:20 

Mæting  allra keppnisliða í báðum riðlum  er kl.12:00. Riðlarnir eru keyrðir samhliða.   Þá koma keppnislið til ritara.  Keppendur og varamenn fá boli sem þeir mega eiga.  Keppendur fá litaskipt vesti sem skila þarf eftir mót.  Svo er um að gera að kíkja vel á brautina og æfa sig.   Starfsmaður fer í gegnum brautina með keppendum og svarar öllum spurningum.    

Brautin verður tilbúin kl.11:00 og þá eru keppendur velkomnir  að æfa, þeir sem geta og vilja.        Mótið er að klárast kl.15:20

Litir skólanna : 

9.riðill - Skólar utan Akureyrar

Árskóli - grænn
Blönduskóli - appelsínugulur
Dalvíkurskóli - blár
Grenivíkurskóli - svartur
Gr.Austan vatna - dökkblár
Gr.Fjallabyggðar - gulur
Gr.Þórshöfn - rauður
Húnavallaskóli - ljósblár
Reykjahlíðarskóli - bleikur
Varmahlíðarskóli - silfurgrár
Valsárskóli - ljósgrænn
Þingeyjarskóli - fjólublár

10.riðill - Skólar frá Akureyri og nágrenni

Brekkuskóli - blár
Giljaskóli - Bleikur
Glerárskóli - rauður
Lundarskóli - gulur
Oddeyrarskóli - appelsínugulur 
Síðuskóli - svartur
Naustaskóli - fjólublár
Hrafnagilsskóli - ljósblár 

MS býður upp á skyrdrykki fyrir keppendur og kennara.  

Keppendur og varamenn fá medalíur.    Efstu þrjú liðin fá gjafakörfur frá Mjólkursamsölunni og liðið í efsta sætið fær keppnisrétt í úrslit 2.maí í Laugardalshöll.  

Skólar sem nú þegar eru komnir í úrslit eftir átta riðla eru :  Egilsstaðaskóli, Vallaskóli,Lindaskóli,Laugalækjarskóli,Grundaskóli,Gr.á Ísafirði, Breiðholtsskóli og Holtaskóli.   

 Liðin sem enda í öðru sæti eiga þó enn möguleika á að komast í úrslit.  Lið í öllum riðlum sem enda í öðru sæti eru sett inn í nýja stigatöflu eftir að öllum riðlum lýkur og þau tvö lið sem enda með bestan árangur fá einnig keppnisrétt í úrslitum.    

 Liðin sem enduðu í öðru sæti eru : Gr.Fáskrúðsfjarðar,Hvolsskóli,Varmárskóli,Austurbæjarskóli,Gr.Borgarfjarðar,Gr.Þingeyrar,Árbæjarskóli og Myllubakkaskóli.  

Búnir verða  til fimm sjónvarpsþættir um þessa tíu riðla og fyrsti þáttur fer í loftið  þriðjudagskvöldið 26.mars kl.20:00 og verða þeir vikulega fram að úrslitum sem verða í beinni útsendingu fimmtudagskvöldið 2.maí í Laugardalshöll.   

Edda Sif Pálsdóttir og Haukur Harðarson eru þáttastjórnendur og Jónsi verður kynnir á gólfi í Norðurlandsriðlum.  

Sjáumst eldhress á morgun í fjöri og hreystianda :) 


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook