Valmynd
Úrslit 9 riðill - Gr.Fjallabyggðar


Níundi riðill í Skólahreysti MS  fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær 20.mars.   Í þeim öttu kappi skólar af Norðurlandi/utan Akureyrar.  Þetta voru Varmahlíðarskóli,Gr.Fjallabyggðar,Blönduskóli,Þingeyjarskóli,Dalvíkurskóli,Húnavallaskóli,Grenivíkurskóli, Árskóli,Reykjahlíðarskóli,Gr.Austan vatna og Gr.Þórshöfn. 

Það vantaði ekkert upp á að að stuðningsmenn þessara skóla stæðu sig ekki.  Þvílík stemning og stuðningur og Íþróttahöllin troðfull út úr dyrum.  

Upphífingar tók flestar Gabríel Frostason úr Gr.Fjallabyggðar, hann tók 32 stk.

Armbeygjur sigraði Hrafnhildur Björnsdóttir úr Blönduskóla og tók hún 41 stk. 

Gabríel tók einnig flestar dýfur eða 41 stk.  

Hún Margrét Guðmundsdóttir úr Gr. á Þórshöfn  hékk lengst í hreystigreip eða 3:05 mínútur.   Gleðilegt fyrir skóla sem er að koma í fyrsta skipti til keppni að sigra eina grein.   Skólahreysti býður Gr.á Þórshöfn innileg velkomin til keppninnar og vonast til að sjá þau á hverju ári :) 

Hraðaþrautina sigruðu Ragna Vigdís Vésteinsdóttir og Einar Örn Gunnarsson úr Varmahlíðarskóla á tímanum 2;39 mínútur.  

Úrslit urðu þau að Blönduskóli og Þingeyjarskóli enduðu með sömu stigatölu í 3-4 sæti með 46,5 stig.  Í öðru sæti varð Varmahlíðarskóli með 47,5 stig.  Sigurinn að þessu sinni átti lið Gr.Fjallabyggðar með 56 stig.  Þau Eydís Rachel Missen,Jakob Snær Árnason, Erla María Sigurpálsdóttir og Gabríel Frostason eru nú á leið í úrslit í Skólahreysti MS 2013 sem fram fer í Laugardalshöll 2.maí.    Til hamingju Fjallabyggð  með flotta og hraust unglinga :)   

Við sjáum mynd af sigurliðinu hér að ofan 
Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook