Valmynd
Úrslit 10 riðill - Síðuskóli


Tíundi og seinasti riðill í Skólahreysti MS 2013 fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær 20.mars.  Þar kepptu skólar frá Akureyri og nágrenni.   

Stuðningsmenn og áhorfendur troðfylltu Íþróttahöllina, um 1.700 manns mættu og studdu sína skóla. 

Upphífingar sigraði Alexander Ívan Bjarnason úr Oddeyrarskóla og tók hann 31 stk. 

Armbeygjur tók flestar Selma Hörn Vatnsdal úr Giljaskóla, tók hún 35 stk. 

Í dýfum sigraði Birkir Leó Brynjarsson úr Lundarskóla og tók hann 33 stk.

Í hreystigreip hékk lengst  Katla Þöll Þorleifsdóttir úr Brekkuskóla og hékk hún í 3.20 mínútur.  

Hraðaþrautina fóru hraðast þau Tinna Karen Fylkisdóttir og  Svavar Sigurður Sigurðsson  á tímanum 2:34 mínútur.  

Úrslitin í þremur efstu sætunum urðu þau að Lundarskóli endaði í þriðja sæti með 29,5 stig.  Giljaskóli varð í öðru sæti með 34 stig.  Síðuskóla varð í fyrsta sæti með 38,5 stig og vann sér  þar með þátttökurétt í úrslitamóti Skólahreysti MS 2013 2.maí í Laugardalshöll.    Til hamingju Síðuskóli Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook