Valmynd
Mæting - 3. og 4. riðill - Fífan 31.janúar
 
3. og 4 riðill í Skólahreysti 2008  keppa  í dag fimmtudag 31.janúar í Íþróttahúsi Breiðabliks í Fífunni í Kópavogi.    Fyrri riðill byrjar kl. 16:00  og sá seinni kl. 19:00.    Fjórtán lið eru í báðum riðlum. Það geta ekki verið fleiri en fjórtan lið í hverjum riðli.    Sem sagt frábær mæting hjá skólunum. 
 
Það er Evert Guðmundsson úr Víkurskóla sem er að klifra svo snilldarlega í kaðlinum á myndinni hér til hliðar.

Keppnissvæðið verður tilbúið kl. 13:00 og þá mega keppnislið úr báðum riðlum koma og æfa sig.
 
Fyrri riðill byrjar kl. 16:00  og í þeim riðli eru eftirtaldir skólar :  Digranesskóli, Garðaskóli, Hjallaskóli, Kársnesskóli, Klébergsskóli,  Kópavogsskóli, Langholtsskóli, Lágafellsskóli, Lindaskóli, Salaskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli, Varmárskóli og Vatnsendaskóli.     Keppendur eiga að mæta í innskráningu til Láru ritara kl. 15:00.   Fá bol og vesti.
Mótið tekur  eina klukkustund og fjörutíu og fimm mínútur.  Er því að klárast um kl. 17:45. 
 
Seinni riðill hefst kl. 19:00 og í þeim riðili eru eftirtaldir skólar : Álftanesskóli,  Áslandsskóli, Gr.Grindavíkur, Gr.í Sandgerði, Heiðarskóli, Holtaskóli, Hvaleyrarskóli, Lækjarskóli, Myllubakkaskóli, Njarðvíkurskóli, Setbergsskóli, Stóru-Vogaskóli, Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli.    Keppendur skulu mæta í innritun til Láru ritara kl. 18:00  og fá bol og vesti.   Þetta mót tekur einnig eina klukkustund og fjörutíu og fimm mínútur og er því að klára um kl. 20:45.
 
Keppendur fá skólahreystibol sem þeir mega eiga.  Tilgangur með keppnisvestum er að litaskipta skólum til að aðgreina þau í stigagjöf.   Vestum skal skila eftir mót til Krissa  sem sér um keppendur á meðan móti stendur. 
Alveg frábært ef allir keppendur mæta í svörtum buxum.   
 
Verðlaun eru með sama hætti og í fyrra.   Allir fá medalíur og svitaband.   Þrjú efstu liðin fá einnig ostakörfur frá MS.
 
Það er ein nýjung í ár.   Sérstakur verðlaunapeningur fyrir þá sem setja Skólahreystimet. 
 
Jónsi og Ívar verða í  hreystistuði og auðvitað DJ Fúsi.   Saga film tekur keppnina upp og býr til þátt sem sýndir verða næstu þriðjudagskvöld á Skjá einum kl. 20:00
 
Allir velkomnir -  mæta og styðja sitt lið og sinn skóla - frítt inn.
 
Sjáumst kát og hress í Fífunni og endilega sendið okkur póst  eða hringið ef eh spurningar vakna ..   skolahreysti@skolahreysti.is   Lára gsm 663-1112 og Andrés gsm 663-1111
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook