Valmynd
Lokakeppni Skólahreysti 2013
























Spennan í úrslitum Skólahreysti 2013 verður meiri en nokkru sinni.
Frítt inn og allir velkomnir

Úrslitakeppni Skólahreysti 2013 fer fram fimmtudag 2.maí í Laugardalshöll og hefst kl. 20:00. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV kl. 20:00-21:45

Ljóst er að keppnin verður gríðarlega spennandi þar sem mikið jafnræði er með þeim 12 skólum sem keppa að þessu sinni. Allt stefnir í áhorfendamet á Skólahreysti og einstaka stemningu sem öllum stendur til boða að upplifa. Gera má ráð fyrir hátt í fimmþúsund áhorfendum í Laugardalshöllinni og á annað hundrað þúsund áhorfendum heima í stofu.

Einn  frægasti íþróttamaður 20. aldarinnar, Daley Thompson fyrrverandi Ólympíu-og heimsmethafi í tugþraut,  er sérstakur gestur Skólahreysti 2013. Hann mun heiðra viðburðinn með nærveru sinni og kynna sér undur Skólahreysti á Íslandi með hugsanlegt samstarf í huga í bresku umhverfi. Skólahreysti er íslenskur hreystileikur sem vakið hefur athygli langt út yfir landsteinana.  Á þessu ári hafa um 78 þúsund grunnskólanemar tekið þátt í Skólahreysti í Finnlandi í um 300 grunnskólum. Fulltrúar finnska Íþróttasambandsins munu einnig mæta á úrslitakeppnina og eru hingað komnir til að endurnýja samstarfssamning við Icefitness ehf. um Skólahreysti í Finnlandi.
Eigendur Skólahreysti eru þau Andrés Guðmundsson og Lára Berglindi Helgadóttir í Mosfellsbæ.



Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook