Valmynd
Akureyri 12. mars Íþróttahöllin kl.13.00-15.20Mæting allra keppnisliða í báðum riðlum er kl.11:30.  

Þá koma keppnislið til ritara og skrá sig inn og fara í hópmyndatöku.

Það gleður okkur að kynna nýja samstarfsaðila okkar Landsbankann. Þeir koma inn með þá skemmtilegu nýung að taka fallega hópmynd af keppnisliðinu við innritun.

Það er ástæðan fyrir því að við biðjum keppendur um að koma hálftíma fyrr en verið hefur undanfarin ár. 
Keppendur og varamenn fá boli sem þeir mega eiga. Keppendur fá litaskipt vesti sem skila þarf eftir mót.  
Okkur langar að biðja keppendur um að vera í  svörtum buxum.  
Svo er um að gera að kíkja vel á brautina og æfa sig. Starfsmaður fer í gegnum brautina með keppendum og svarar öllum spurningum.  
Riðlarnir eru keyrðir samhliða. Utanbæjarriðill fær sinn sigurvegara og innanbæjarriðill sinn sigurvegara.


Brautin verður tilbúin kl.11:00 og þá eru keppendur velkomnir að æfa, þeir sem geta og vilja. Húsið opnar fyrir stuðningsmenn kl.12.00

Mótið er að klárast kl.15:20 – Frítt inn eins og verið hefur.

Minna keppendur á að fara vel yfir reglurnar á heimasíðu okkar Skolahreysti.is og við minnum á virka facebooksíðu okkar „Skólahreysti“
Þar setjum við alltaf inn allar myndir og fréttir. Munum einnig fljótlega setja af stað Instagramleik en nánar um það síðar á Facebook.  

Litir skólanna :  sumir eru ekki enn búnir að velja lit,það er í vinnslu.

1. riðill - Skólar utan Akureyrar

Árskóli - ljósgrænn
Blönduskóli
Dalvíkurskóli - ljósblár
Gr.Austan vatna
Gr.Fjallabyggðar
Gr.á Hólmavík - bleikur
Gr.Þórshöfn - appelsínugulur
Húnavallaskóli
Varmahlíðarskóli - rauður
Þingeyjarskóli -

2.riðill - Skólar frá Akureyri og nágrenni

Borgarhólsskóli
Brekkuskóli
Giljaskóli - Bleikur
Glerárskóli – svartur/dökkgrár
Lundarskóli
Oddeyrarskóli
Síðuskóli - rauður
Naustaskóli - fjólublár
Hrafnagilsskóli
Þelamerkurskóli - grænn

Við þurfum að biðja krakkana um að koma með sína orku og að venju vatnið góða. Ekki gleyma að drekka vatn.

Að vanda fá keppendur og varamenn medalíur. Þrjú efstu liðin fá verðlaunapakka. Í úrslitum eru peningaverðlaun fyrir nemendafélögin eins og verið hefur undanfarin ár. 200. þús fyrir 1.sæti,100.þús fyrir 2.sæti og 50 þús fyrir 3.sætið.

Það eru tíu riðlar og tíu skólar sem komast í úrslit. Lið í öllum riðlum sem enda í öðru sæti eru sett inn í nýja stigatöflu eftir að öllum riðlum lýkur og þau tvö lið sem enda með bestan árangur fá einnig keppnisrétt í úrslitum. Tólf lið keppa í Laugardalshöll 16.maí í beinni útsendingu sem hefst kl.20:00.

Búnir verða til fimm sjónvarpsþættir um þessa tíu riðla og verða þeir allir sýndir í apríl á föstudagskvöldum á fjölskylduvænum tíma. Það er ánægjuleg nýjung að fá þessa þætti sýnda á föstudagskvöldum. Gert er ráð fyrir að þeir verði sýndir kl.19:30 –strax eftir Kastljós.

Edda Sif Pálsdóttir og Haukur Harðarson eru þáttastjórnendur og Jónsi verður kynnir á gólfi. Allt er með hefðbundnu sniði eins og verið hefur undanfarin ár nema að Landsbankinn er farinn að vinna með okkur og því er nýtt og glæsilegt útlit á öllu. Ánægjulegt fyrir krakkana að fá nýtt útlit á bolina og medalíurnar.

Það kemur alltaf upp á hverju ári að einhverjir af keppendum verða ekki sáttir við hvað þeir sjást takmarkað í þáttunum. Staðreyndin er sú að þeir krakkar sem ekki eru ofarlega í hraðaþrautinni eða eru ekki að keppa með einu af hröðustu liðunum, þau eru lítið sýnd. Það gefst ekki tími til þess,því miður. Þáttagerðamenn komu til móts við þetta vandamál með því að sýna mynd af öllu liðinu í byrjun þáttar til að leysa það að allir sæjust eh smá. Allir sem keppa í upphífingum,dýfum,armbeygjum og hreystigreip sjást alltaf allir.

Vonandi er hér allt upp talið varðandi keppnirnar,endilega sendið okkur línu ef spurningar vakna.

Lára gsm 663-1112
Andrés gsm 663-1111Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook