Valmynd
Skólahreysti lokið á Akureyri

Það var fjör í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag 12.mars.   Þar fóru fram fyrstu  tveir undanriðlarnir í Skólahreysti 2014

Áhorfendamet var sett í höllinni  en um 2000 litríkir stuðningsmenn mættu til að hvetja og styrkja sinn skóla.

Í fyrri riðlinum öttu kappi skólar af Norðurlandi og eftir gríðarlega jafna baráttu tókst Varmahlíðarskóla að ná fyrsta sæti og þar með rétti til þátttöku í úrslitum.     Náðu þau sér í 54 stig.  Í öðru sæti varð lið Dalvíkurskóla með 48 stig.  Í þriðja sæti endaði svo lið Gr.Hólmavíkur með 41 stig.  Þess má geta að Gr.Hólmavíkur er að koma í fyrsta skipti í Skólahreysti og erum við mikið stolt af þeim að komast á verðlaunapall. 

Í seinni riðli vor það skólar frá Akureyri og Eyjafirði sem kepptu sín á milli.  Síðuskóli náði sigursætinu með 45 stig. Síðuskóli hafði titil að verja frá síðasta ári eru þeir náðu einnig fyrsta sæti.   Hrafnagilsskóli varð í öðru sæti með 30 stig.  Í þriðja sæti varð svo lið Oddeyrarskóla með 28,5 stig.  

Til hamingju Síðuskóli og Varmahlíðarskóli  !  

Næsti riðill verður á Egilsstöðum 20.mars.  

Alla árangra og úrslit er að sjá hér á síðunni undir úrslit móta.  Einnig eru úrslit á Facebook síðu okkar.  

Allir þættir frá Skólahreysti verða sýndir á Rúv á föstuagskvöldum í apríl.  Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook