Valmynd
Mæting á Selfossi 14.febrúar
 
Nú er komið að landsbyggðinni í Skólahreysti.  5. riðill fer fram í Íþróttahúsinu Sólvöllum á Selfossi næsta fimmtudag 14.febrúar kl.16:00. 
 
Eftirtaldir skólar keppa : Grunnskóli Þorlákshafnar, Grunnskóli Vestmannaeyja, Barnaskóli Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskóli Bláskógarbyggðar, Hvolsskóli, Flúðaskóli, Vallaskóli, Grunnskóli Hellu og Grunnskóli Hveragerðis. 
 
Keppnissvæðið verður tilbúið kl.14:00.  Þá geta keppendur komið og æft sig í brautinni ef þeir vilja. 
 
Mæta skal til Láru ritara kl.15:00 og staðfesta þátttöku.   Þá fá keppendur boli og keppnisvesti.  Frábært ef allir mæta í svörtum buxum.  Bolina mega keppendur eiga en skila skal vestunum eftir mótið til Krissa sem er skemmtilegi gaurinn sem sér um keppendur meðan mótið stendur yfir.
 
Gerum ráð fyrir að mótinu ljúki kl.17:30. 
 
Hlökkum mikið til að sjá hrausta og fríska sunnlenska keppendur. 
 
Jónsi verður á svæðinu og keyrir upp enn meira fjör.
 
Hvetjum alla til að mæta og styðja sinn skóla.
 
Frábær íþróttaviðburður og frítt inn
 
Það er hann Guðmundur Örn úr Lindaskóla sem er á myndinni hér að ofan. Hann á íslandsmetið í hraðaþraut sem er 2.11 mínútur sem hann og Rakel settu á úrslitamótinu í Laugardalshöll í fyrra.
.
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook