Valmynd
Austurland - Fellaskóli í úrslit



Fellaskóli í úrslit 2014

Það var líf og fjör í gær í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum þegar níu skólar af Austurlandi kepptu í Skólahreysti í þriðja undanriðli keppninnar. Íþróttahúsið var fullt af litríkum stuðningsmönnum sem hvöttu sína skóla af krafti. Keppnin var tekin upp og verður sýnd í þáttum um Skólahreysti á RÚV á föstudagskvöldum í apríl. Skólahreysti er í boði Landsbankans.

Skólarnir níu sem mættust í keppninni í gær voru Brúarásskóli, Djúpavogsskóli, Egilsstaðaskóli, Fellaskóli, Grunnskóli Hornafjarðar, Grunnskóli Reyðarfjarðar, Grunnskólinn á Eskifirði, Nesskóli og Seyðisfjarðarskóli. Vopnafjarðarskóli komst ekki til keppni vegna ófærðar.

Keppnin var hörð og jöfn fram á síðustu mínútu en lið Fellaskóla hafði sigur að lokum með 51 stig og vann sér þátttökurétt í úrslitum 16. maí í beinni útsendingu úr Laugardalshöll. Lið Fellaskóla skipa þau Hjálmar Óli Jóhannsson, Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir, Þuríður Nótt Björgvinsdóttir og Elías Jökull Elíasson. Varamenn eru þau Svavar Páll Kristjánsson og Salka Sif Ástudóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Fellaskóli fer í úrslit í Skólahreysti.

Grunnskóli Hornafjarðar náði öðru sæti með 45,5 stig og í þriðja sæti varð lið Egilsstaðaskóla með 39.5 stig. Hornafjörður á ennþá möguleika á að komast í úrsit en þeir tveir skólar sem ná besta árangri í öðru sæti úr öllum undanriðlum komast í úrslitakepppnina. Upplýsingar um árangur og úrslit er að finna á vefnum skolahreysti.is og Facebook-síðu Skólahreysti

Upphífingar sigraði Hjálmar Óli Jóhannsson úr Fellaskóla og tók hann 48 upphífingar, Hjálmar sigraði einnig dýfurnar og tók hann 33 stk.  

Hreystigreip sigraði Ragna Steinunn Arnarsdóttir úr Gr.Hornafjarðar og náði hún að hanga í 2.43 mínútur.

Hraðaþraut sigruðu þau Þuríður Nótt Björgvinsdóttir og Elías Jökull Elíasson á tímanum 2.27 mín.

Landsbankinn veitir liðum í þremur efstu sætum undanriðla vegleg verðlaun. Þá stendur bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni á hverjum viðburði en áhorfendur geta sent inn myndir merktar #skolahreysti og bestu myndirnar eru verðlaunaðar á hverjum stað.

Nánari upplýsingar veitir:

Lára Berglind Helgadóttir, stofnandi Skólahreysti – 663 1112
skolahreysti@skolahreysti.is







Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook